Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2013 09:53

Segir vinnubrögð bæjarstjórnar fordæmalaus

Jón Pálmi Pálsson fráfarandi bæjarritari sendi í kjölfar tilkynningar bæjarstjórnar í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem hann skýrir mál sitt. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig um það eftir að hafa verið leystur tímabundið frá störfum 17. desember sl. „Mistök mín voru óveruleg eins og fjárhæð endurgreiðslunnar ber með sér og enginn vafi uppi um önnur störf mín sem bæjarritari, sem spanna aldrafjórðung. Bæjarstjórn hafnaði því að ég kæmi aftur til starfa, enda reiddi hún hátt til höggs áður en upplýsingar lágu fyrir,“ segir Jón Pálmi í yfirlýsingu sinni.  „Eins og fram hefur komið í fréttum þá var undirrituðum veitt tímabundin lausn frá vinnuskyldu þann 17. desember sl. á meðan skoðað væri hvort ég hefði brotið gegn starfskyldum sem bæjarritari. Þau vinnubrögð sem bæjarstjórn hefur viðhaft í þessu máli eru fordæmalaus og þegar litið er til meðalhófs og tilefnis aðgerðanna í andstöðu við almennar reglur stjórnsýslulaga,“ segir Jón Pálmi og heldur áfram:

 

 

 

 

„Staðreyndir málsins eru þær að í ljós kom að ég hafði fengið ofgreiddan bifreiðastyrk. Eftir að málið kom upp lét bæjarstjórn rannsaka greiðslur til mín undanfarin tvö og hálft ár. Niðurstaða rannsóknar endurskoðanda og lögmanns kaupstaðarins, sem kynnt var 21. desember sl. var að ég hafði fengið ofgreiddar um 230 þúsund krónur á tímabilinu. Ofgreiðsla þessi er vegna mistaka minna við skráningu aksturs og hef ég endurgreitt bæjarfélaginu þessa fjármuni að fullu. Auðvelt hefði verið að leiðrétta þessi mistök án þess að grípa til fyrrgreindra aðgerða sem hafa skaðað mig og sveitarfélagið.“

 

Jón Pálmi segir að rannsókn sveitarfélagsins hafi einnig tekið til þóknana sem hann hafi átt rétt á sem kjörinn fulltrúi í tveimur nefndum sem sveitarfélagið er aðili að. „Greiðslur til mín og annarra nefndarmanna fyrir þau nefndarstörf hafa verið greiddar í samræmi við þær reglur sem gilda hjá hvorri nefnd fyrir sig, eftir að hafa hlotið samþykki hjá nefndunum. Í greinargerð sem ég skilaði þann 7. janúar sl. þar sem gerð var grein fyrir afstöðu minni til málsins gerði ég ráð fyrir því að ganga aftur til fyrri starfa minna sem bæjarritari. Mistök mín voru óveruleg eins og fjárhæð endurgreiðslunnar ber með sér og enginn vafi uppi um önnur störf mín sem bæjarritari, sem spanna aldarfjórðung. Bæjarstjórn hafnaði því að ég kæmi aftur til starfa, enda reiddi hún hátt til höggs áður en upplýsingar lágu fyrir. Hef ég því samþykkt ágætt tilboð um starfslokasamning frá bæjarstjórninni. Eru það viðunandi lok málsins af minni hálfu úr því sem komið er um leið og sá gerningur staðfestir óverulegt umfang málsins.

Mér finnst afskaplega miður að ljúka 25 ára starfi mínu hjá bæjarfélaginu með þessum hætti en vil nota tækifærið til að þakka þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með á umliðnum árum fyrir gott samstarf,“ segir Jón Pálmi Pálsson að endingu í yfirlýsingu sinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is