Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2013 11:13

Flutningabíll valt við Kolgrafafjörð í morgun

Vöruflutningabíll með tengivagni, sem notaður er til fiskflutninga, lenti utan vegar, valt og endaði á toppnum skammt frá bænum Eiði í Kolgrafafirði á áttunda tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglu slapp ökumaður án teljandi meiðsla, en ástæða óhappsins er talin snjóþekja á vegi og talsverð hálka. Vörubíllinn var án farms, en hann var frá Félagsbúinu Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Skemmdir á bílnum hafa ekki verið metnar en ljóst að þær eru töluverðar. Er hluti bílsins inni á veginum og þverar hann aðra akreinina. Nú í morgunsárið var Slökkviliðið í Grundarfirði kallað út til að hreinsa olíu af veginum. Búast má við minniháttar töfum á umferð af þeim sökum en nú er unnið að því að koma bílnum á hjólin á ný og af staðnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is