Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2013 03:24

Nórósýking á dvalaheimilinu Höfða

Nórósýking hefur að undanförnu gert vart við sig á Vesturlandi sem og víðar á landinu. Reynir Þorsteinsson sóttvarnarlæknir hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands segir að staðfest hafi verið með sýnatöku að nóróveira sé smitvaldur á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Þar hafi margir veikst, bæði starfsmenn og vistmenn. Fjölþættar smitvarnir séu þar í gangi, m.a. hafi verið dregið úr heimsóknum. „Nóróveiran er í eðli sínu bráðsmitandi en með aðgæslu og smitgát er hægt að hefta útbreiðslu hennar,“ segir Reynir.

Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri á Höfða segir að gripið hafi verið til þess ráðs um hádegi á föstudaginn síðasta að loka á heimsókn gesta á dvalarheimilið eins og unnt hafi verið. Um tímabundið ástand sé að ræða og líklegt að það muni ekki vara í marga daga til viðbótar. Helga vill koma á framfæri þökkum til starfsfólks, íbúa og aðstandenda, sem mætt hafi þessum aðstæðum af miklum skilningi og þannig hjálpað til að halda sýkingunni í skefjum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is