Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2013 09:55

Snæfellssigur gegn ÍR í framlengingu

Snæfellingar lentu í kröppum dansi þegar þeir heimsóttu ÍR-inga í Seljaskóla í gær í Dominosdeildinni. Snæfell var fjórum stigum yfir í hálfleik 48:44, en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 87:87. Framlengja þurfti því leikinn og þá voru gestirnir sterkari og unnu öruggan sigur 102:93. Með sigrinum er Snæfell á toppi deildarinnar ásamt Grindvíkingum, Þór Þorlákshöfn og Stjörnunni. Snæfellingar voru mun betra liðið í byrjun leiks en síðan var jafnfræði með liðunum. Lokasekúndur venjulegs leiktíma voru rafmagnaðar. Sveinn Arnar Davíðsson misnotaði tvö vítaskot þegar 27 sekúndur voru eftir og Eric Palm ÍR-ingur klikkaði á tveggja stiga skoti á lokasekúndunum. Snæfell sigraði síðan framlenginguna 15:6.

Hjá Snæfelli var Ólafur Torfason mjög atkvæðamikill í skorinu. Hann var stigahæstur með 25 stig og 2 fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 18/4 fráköst, Jay Threatt 15/4 fráköst/10 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 15/17 fráköst, Asim McQueen 14/12 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Sigurður Á. Þorvaldsson 5 og Hafþór Ingi Gunnarsson 3/4 fráköst. Hjá ÍR var Eric Palm langatkvæðamestur með 34 stig og 5 fráköst.

 

Næsti leikur Snæfells í Dominosdeildinni er af stærri gerðinni, en hann verður í Hólminum á fimmtudagskvöld. Þá koma Grindvíkingar í heimsókn og víst er að hart verður barist hjá toppliðunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is