Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2013 03:04

Lögreglan varar við tölvuinnbrotum

Brögð eru af því á Norðurlöndunum að tölvuþrjótar séu að stunda svokölluð tölvuinnbrot með svikum í samskiptum innflutningsfyrirtækja og kínverskra útflutningsfyrirtækja. Þetta kemur fram í viðvörun frá Ríkislögreglustjóra sem send hefur verið út. Tilgangur glæpamannanna er að komast yfir lögmætar greiðslur fyrir vörur og þjónustu. Brotin fara þannig fram að glæpamenn „hakka sig inn í“ tölvupóstsamskipti norrænna og kínverskra fyrirtækja sem sinna löglegum inn- eða útflutningi. Með þessu geta þeir komist yfir viðskiptaupplýsingar, skoðað fjármunatilfærslur, nálgast upplýsingur um bankareikninga og séð hvenær von sé á næstu greiðslu. „Glæpamennirnir koma sér því næst upp tölvupóstfangi sem er nánast eins og tölvupóstfang útflutningsfyrirtækisins. Dæmigert er að munurinn felist aðeins í einum punkti eða einn bókstafur sé frábrugðinn því sem við á um hið rétta póstfang útflutningsfyrirtækisins. Þeir opna einnig bankareikning á tilbúnu nafni og nýta iðulega falsað vegabréf í þeim tilgangi,“ segir í tilkynningunni frá Ríkislögreglustjóra.

 

 

 

„Glæpamennirnir senda síðan innflutningsfyrirtækinu tölvupóst þar sem þeir kveðast vera fulltrúar útflutningsfyrirtækisins. Iðulega eru slík tölvubréf undirrituð í nafni aðila sem starfar í raun hjá útflutningsfyrirtækinu og starfsfólk innflutningsfyrirtækisins þekkir eða kannast við. Í þessu tölvubréfi upplýsa glæpamennirnir innflutningsfyrirtækið um að útflutningsfyrirtækið hafi tekið upp viðskipti við nýjan banka og að í framtíðinni beri að senda greiðslur inn á tiltekinn reikning í tilteknum banka,“ segir ennfremur.

 

Afar mikilvægt sé að fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við aðila í Kína sannreyni að ekki séu glæpamenn á ferð og fái þannig upplýsingar um að viðkomandi hafi skipt um bankastofnun og beiðni um að senda framvegis greiðslur þangað. Þær upplýsingar þarf að sjálfsögðu að sannreyna á annan hátt en þann að senda tölvubréf. Talið er að einkum séu að verki einstaklingar og glæpahópar sem rætur eiga að rekja til Nígeríu, Vestur-Afríku, Mið-Austurlanda og Suður- og Austur-Evrópu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is