Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2013 11:45

Fyrrum þingmaður og bæjarstjóri á eftirlaunaaldri vinnur við gangagerð í Finnmörku

Þeir eru margir sem hafa yfirgefið landið frá því bankahrunið reið yfir á haustdögum 2008. Það var ekki aðeins yngra fólkið sem fannst staða sín orðin þröng og erfið og framtíðin ekki björt, heldur eru líka í þessum fjölmenna hópi eldra fólk, jafnvel þeir sem eru að ljúka starfsævinni. Gísli S Einarsson fyrrverandi þingmaður og bæjarstjóri á Akranesi, er járniðnarmaður að mennt. Þegar hann stóð upp úr bæjarstjórastólnum á vordögum 2006 bauðst honum starf í álveri Norðuráls á Grundartanga. Það starf var þó ekki til langs tíma, þar sem að ekki þykir æskilegt að fólk starfi hjá Norðuráli eftir 65 ára aldur. Gísli þurfti því að gera það upp við sig fyrir tveimur árum hvort hann ætlaði að fara út af vinnumarkaðnum eða verða sér út um nýjan vinnuveitanda. Hann leitaði hófanna hjá Ístaki sem síðustu árin hefur að stórum hluta haft sín verkefni í Noregi, Grænlandi, Danmörku og alla leið suður í Afríku.

Gísli var ráðinn til starfa hjá Ístaki í Noregi og þar kom honum til góða vélstjórnarkunnátta á tölvustýrðum kerfum í Sementsverksmiðjunni þar sem hann starfaði til fjölda ára. Gísli var sendur í skóla til að afla sér viðbótarmenntunar í stjórn steypustöðvar, sem hefur verið hans starf hjá Ístaki frá því í maímánuði 2011. Fyrstu mánuðina vann Gísli í Bergen en síðan í Alta norður í Finnmörku, þar sem hann hefur haft búsetu frá ágústmánuði 2011. Gísli er einn margra Íslendinga sem hafa flutt lögheimili sitt frá landinu, einkum vegna skattalegra og lífeyrislegra ástæðna. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að bara til Alta hefðu 50 Íslendingar flutt lögheimili sitt á síðasta ári.

 

Sjá nánar viðtal við Gísla S. Einarsson í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is