Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2013 12:01

Úrgangur og staða efnahags fara saman

Í Fíflholtum á Mýrum er rekið fyrirtæki sem heitir Sorpurðun Vesturlands hf. og er það í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi sem eru tíu talsins. Starfsemin felst í urðun úrgangs en fyrirtækið var stofnað árið 1998 og hóf urðun árið 1999 eftir mikla undirbúningsvinnu samanber mat á umhverfisáhrifum fyrir rekstur urðunarstaðar. Framkvæmdastjóri SV er Hrefna B. Jónsdóttir sem jafnframt er framkvæmdastjóri SSV, en starfsmenn fyrirtækisins á urðunarstaðnum í Fíflholtum eru þeir Þorsteinn Eyþórsson og Ólafur Sigurðsson. Blaðamaður Skessuhorns fræddist nýverið um starfsemi Sorpurðunar og ýmis mál sem eru á döfinni í urðunarmálum á vegum fyrirtækisins.

 

 

Samdráttur í efnahagslífi hefur áhrif

Samkvæmt nýjustu tölum frá SV voru samtals 9.900 tonn af sorpi urðuð í Fíflholtum á síðasta ári. Þetta er litlu meira en árið 2011, þegar 9.698 tonn voru urðuð. Sorpið sem kemur í Fíflholt er almennur og óvirkur úrgangur en einnig tekur staðurinn við sláturúrgangi sem er óverulegur nú orðið þar sem engin sláturhús eru lengur í landshlutanum. Sterk tengsl eru á milli sorpmagns sem fer til urðunar og ástands í efnahagslífinu. Í góðæri verður jafnan til meira sorp og að sama skapi verður minna sorp til í samdrætti eða kreppu eins og ríkt hefur síðustu árin. Upplýsingar um sorpmagn sem sent var í Fíflholt sl. áratug styrkja stoðir þessarar kenningar. Þar kemur fram að sorpmagn jókst frá árinu 2003 um þúsundir tonna, fór úr 8.735 tonnum í 12.898 tonn árið 2006. Sorpmagn hélst yfir 10.000 tonnum árin 2007 og 2008 en féll niður fyrir það árin 2009 og 2010. Árið 2010 var sorpmagn sem dæmi einungis 8.369 tonn, það lægsta síðan árið 2001.

 

Sjá nánar umfjöllun um Sorpurðun Vesturlands í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is