Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2013 10:30

Foreldrar mínir kenndu mér að vera duglegur og heiðarlegur

Lengi býr að fyrstu gerð, er oft sagt, og víst að það eru orð að sönnu. Kristinn Sveinsson byggingameistari fæddist í Dagverðarnesseli í Klofningshreppi fyrir tæpum 90 árum. Kristinn á að baki einstakan feril í sinni iðngrein. Auk þess var hann meðal brautryðjenda í svínarækt á Íslandi, en hann starfrækti um nokkurt skeið eitt af stærri svínabúum landsins og byggði fullkomið grísasláturhús í Reykjavík. Kristinn byggði og hafði umsjón með byggingu fjölda húsa, margra af stærri gerðinni. Þetta varð úr stráknum sem 12 ára gamall grét yfir moldum föður síns. En Kristinn var ekki að stæra sig af afrekum sínum þegar blaðamaður Skessuhorns átti spjall við hann að Hólastekk í Breiðholti þar sem hann býr ennþá ásamt eiginkonu sinni Margréti Jörundsdóttur úr Hrísey. Kristinn segist alla tíð hafa starfað í anda þess sem foreldrarnir kenndu honum, að vera duglegur og heiðarlegur.

Það hafi orðið til þess að hann öðlaðist mikið traust samferðarmanna sinna og samstarfsmanna sem hafa verið ófáir um tíðina, en 43 eru lærlingarnir sem Kristinn kenndi réttu handtökin við smíðarnar. Þá segir hann að það sem ekki síst skipti máli, væri að hafa góða og trausta konu sér við hlið, en hann og Margrét eiga fjögur börn auk þess sem Kristinn átti fyrir einn son.

 

 

Það sem þú vilt að aðrir geri þér...

„Að eiga svona góða konu var forsendan fyrir því að ég gat helgað mig vinnunni og því sem ég hef starfað við. Börnin eru mjög mannvænleg og m.a. starfaði Friðgeir sonur minn á skrifstofunni hjá mér í 27 ár. Konan sinnti því oft áður en farsímarnir komu að taka til mín skilaboð. Sem dæmi get ég nefnt að eitt kvöld þegar ég var heima að passa börnin meðan hún fór í saumaklúbb, að þá hringdi síminn 37 sinnum hjá mér það kvöldið, mestmegnis vegna verkefna sem ég var þá að vinna að eða voru framundan. Ég lærði snemma þá gullnu reglu, að það sem þú vilt að aðrir geri þér, það skalt þú og þeim gera. Ég hef reynt að lifa eftir þessu. Ég sagði alltaf við mína starfsmenn að ef þeir sýndu dugnað og trúmennsku þá skyldi ég reynast þeim vel. Ef þeim fyndist eitthvað aðfinnsluvert þá skyldu þeir ræða það við mig fyrst áður en þeir færu að tala um það við aðra. Ég man ekki eftir öðru en alltaf væru málin leyst í friðsemd og aldrei var rifist, þótt starfsmennirnir færu upp í 85 þegar mest var. Kannski var þetta lykillinn að því að mér hélst vel á mönnum og gekk vel að fá smiði þegar mikið var að gera og öðrum verktökum gekk ekkert að fá iðnaðarmenn. Ég þakka mitt farsæla lífshlaup meðal annars því sem ég fékk í veganesti úr gamla Klofningshreppi. Ég á ennþá bústað á mínum bernskuslóðum. Þar er kyrrðin oft mikil og fallegt að horfa yfir Breiðafjörðinn, ekki síst þegar komið er upp á fjallið. Þá hugsar maður hvað sé hægt að hugsa sér dýrlegra í þessari veröld.“

 

Sjá nánar ítarlegt viðtal við athafnamanninn Kristinn Sveinsson í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is