Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2013 09:01

Þorrablótin eru skemmtilegustu veislurnar sem fólk fer í

„Ég fer alltaf inn í þennan tíma fullur tilhlökkunar. Þorrinn er mjög skemmtilegur tími og það kunna fáir að skemmta sér jafn vel og sveitafólkið. Þorrablótin eru skemmtilegustu veislurnar sem fólk fer í,“ segir Hilmar Ólafsson veitingamaður á Galtito á Akranesi, en veisluþjónusta Galito útvegar mat fyrir ófá þorrablótin á vestanverðu landinu á ári hverju. Þegar blaðamaður Skessuhorns ræddi við Hilmar í liðinni viku var búið að panta þorramat fyrir um þúsund manns. Hann sagði að einhver blót ættu eftir að bætast við, enda voru þá rúmar tvær vikur í þorrabyrjun. Yfirleitt væri Galito og að selja þorramat fyrir um 1500 manns á þorranum.

Hilmar sagði að farið væri með matinn á staðinn og þjónustufólk Galito sæi um að koma matföngunum á borðin meðan þorrablótin stæðu yfir. „Hver veisla tekur venjulega um þrjá tíma. Á meðan eru stórskemmtileg skemmtiatriði sem við njótum líka ef tími gefst til,“ segir Hilmar. Aðspurður hver sé vinsælasti þorramaturinn, svarar Hilmar því til að það sé hiklaust sviðasultan og hrútspungarnir. „Hins vegar hefur súrmaturinn verið að gefa eftir síðustu árin. Hangikjötið er að verða enn vinsælla en áður og unga fólkið er líka að bæta við í nýrri sviðasultu, það er ósúrri. Yfirleitt er líka beðið um lambapottrétt, fyrir þá sem eru minna hrifnir af þessum hefðbundna þorramat,“ segir Hilmar, sem talað getur af reynslu. Hann fagnar um þessar mundir tíu ára starfsafmæli í veitingarekstri á Akranesi.

 

Fjallað er um þorravertíðina sem nú fer að hefjast í Skessuhorni í dag þar sem m.a. er rætt við Hilmar Ólafsson á Galito á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is