Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2013 01:01

„Er alveg ótrúlega mikill Borgnesingur“

Kristmar Jóhann Ólafsson er fæddur og uppalinn Borgnesingur og hefur tekið virkan þátt í ýmsum verkefnum í samfélaginu þar á liðnum árum. Hann hefur m.a. starfað sem sveitarstjórnarfulltrúi, rafvirki, sinnt framkvæmdastjórn í fyrirtækjum í Borgarnesi, stýrt stórum verkefnum fyrir íþróttahreyfinguna í Borgarfirði þar sem hæst ber Landsmót UMFÍ 1997. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á vettvangi íþrótta- og atvinumála. Síðustu ár hefur Kristmar verið framkvæmdastjóri Víngerðarinnar í Borgarnesi sem sinnti áfengistöppun fyrir fyrirtækið Catco-Vín ehf., dótturfyrirtæki Ölgerðarinnar í Reykjavík. Breyting var á þeim högum síðasta sumar en þá rann út samningur Víngerðarinnar um framleiðsluna. Af þeim sökum er Kristmar nú um stundir á milli starfa eins og sagt er. Hann gaf sér því tíma í síðustu viku til að ræða við blaðamann Skessuhorns um farinn veg síðustu ára.

Rætur liggja víða um Vesturland

„Ég er alveg ótrúlega mikill Borgnesingar í mér. Jafnvel þegar ég og Íris bjuggum í Reykjavík þá snérist lífið svolítið um að koma hingað upp eftir og vera í Nesinu, hitta fjölskylduna, vini og kunningja. Það hefur alltaf verið einhver taug hér,“ segir Kristmar við upphaf samtalsins. „Ég er innfæddur Borgnesingur, fæddist hér árið 1959 að Skallagrímsgötu 5 hjá Jóhönnu ljósmóður. „Mér finnst eiginlega þeir einir geta kallað sig innfædda Borgnesinga sem fæðast í Borgarnesi. Föðurætt mín liggur víða um Borgarfjörðinn og þegar ég var að vinna í rafmagni um allar sveitir var maður stöðugt að uppgötva fleiri og fleiri ættingja, nánast á öðrum hverjum bæ. Síðan er mamma ættuð vestan úr Ólafsvík þó að flest mitt skyldfólk sé flutt þaðan.“

 

Líf í Kveldúlfsgötunni

Foreldrar Kristmars eru þau Ólafur H. Auðunsson og Inga Jóhannsdóttir. Mamma hans býr í Borgarnesi en pabbi hans dó fyrir aldur fram árið 1977. „Við erum sex alsystkinin og síðan átti ég hálfbróðir sem er látinn. Við bjuggum fyrst í Borgarnesi í húsi við Egilsgötu. Ég var hins vegar tveggja ára þegar við fluttum til Ólafsvíkur en þar bjuggum við í tíu ár. Pabbi var með skurðgröfuútgerð og vann víða í nágrenninu, en einnig um land allt. Síðan fluttum við loks aftur heim í Borgarnes 1971. Kveldúlfsgatan var þá að byggjast upp og fluttum við í eitt af tíkallahúsunum sem svo voru kölluð. Þá var verið að byggja allt í kring á þessum slóðum og mikið um að vera í götunni,“ segir Kristmar en fjölmargar barnafjölskyldur bjuggu í Kveldúfsgötunni á þessum árum. „Það var ótrúlega gaman að alast þarna upp og auðvelt að fá útrás fyrir athafnasemina. Við krakkarnir „fengum“ að nota efni sem til féll í ýmislegt og vorum við mikið að stússast.“

 

Rætt er við Kristmar Ólafsson framkvæmdastjóra í Borgarnesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is