Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2013 03:01

„Mér hefur alltaf fundist Akranes spennandi bær“

Í ársbyrjun kom nýr bæjarstjóri til starfa á Akranesi, en nokkrar sviptingar hafa verið í kringum stól bæjarstjóra og yfirstjórn Akraneskaupstaðar að undanförnu. Nýi bæjarstjórinn heitir Regína Ásvaldsdóttir og hefur víðtæka reynslu að verkefnum sem tengjast sveitarstjórnarmálum, ekki síst breytingastjórnun. Regína starfaði m.a. að þeim málum um árabil hjá Reykjavíkurborg, einmitt á þeim tímum sem borgarstjóraskipti voru tíð. Hún lauk störfum hjá Reykjavíkurborg sem skrifstofustjóri og hægri hönd Jóns Gnarr borgarstjóra, fyrsta ár þessa kjörtímabils sem Besti flokkurinn leiðir meirihlutasamstarfið í borginni. Fregnast hefur yfir Faxaflóann að gott orð fari að störfum Regínu í því þverpólitíska samstarfi sem ríkt hefur í borginni síðustu árin. Vonandi er hún því rétta manneskjan í bæjarstjórastólinn á Akranesi nú um stundir, þegar nýlega er búið að ákveða breytingar á stjórnskipulagi kaupastaðarins, sem m.a. höfðu í för með sér fækkun í stjórnunarstöðum á bæjarskrifstofu.

Ævintýraþráin blundaði snemma

Regína átti sín uppvaxtarár í Kópavogi. „Afi minn og amma voru ein af frumbýlingunum í Kópavogi. Þau starfræktu gróðrarstöð, áttu svolítinn landskika og skógarreit. Ég var mikið að skottast hjá þeim og það var yndislegt að alast upp í þessu umhverfi. Ævintýraþráin blundaði snemma í mér og þegar ég var sextán ára fór ég til Noregs þar sem ég vann á hóteli í þrjú sumur. Þetta var í Sognefjord í litlum bæ sem heitir Balestrand. Ég heillaðist gjörsamlega af þessum stað. Hann var eins og klipptur út úr ævintýri. Á þessum mikla ferðamannastað starfaði fólk hvaðanæva úr heiminum. Ég eignaðist marga góða vini og er ennþá í sambandi við fólk sem ég kynntist þarna. Þökk sé fésbókinni nú í seinni tíð.“

 

Regína fór hefðbundna leið í gegnum skólakerfið í Kópavogi, en þó varð hlé á skólanámi þegar kom í framhaldsskóla. „Eftir tvo vetur í Menntaskólanum í Kópavogi ákvað ég og þrjár vinkonur mínar að taka okkur hlé frá námi. Við fórum til Frakklands og fengum þar vinnu við vínberjatínslu í vínræktarhéraði. Þaðan fórum við svo til Geilo, þekkts skíðastaðar í Noregi og vorum þar um veturinn, en þar vann ég á veitingastað. Að lokinni dvölinni þar komum við heim, reynslunni ríkari, og lukum við skólann.

 

Rætt er við Regínu Ásvaldsdóttur nýjan bæjarstjóra á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is