Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2013 06:15

Dramatískur endir á síldveiðunum hjá Símoni á Ronju SH

Ekki verður annað sagt en endirinn á síldarvertíðinni hjá Símoni Sturlusyni á Ronju SH 53 hafi verið dramatískur. Símon fór til veiða á Urthvalafjörð, sem er út undan Kolgrafafirði, um áttaleitið sl. laugardagsmorgun í stilluveðri. Í fyrstu trossunni voru aðeins fimm fiskar og þá sagði hásetinn um borð, „þetta verður happadagur.“ Um þrjúleitið um daginn þegar Símon var nýbúinn að láta fyrir borð síðasta netið á þessari vertíð og var að teygja sig eftir belgnum til að setja hann útbyrðis, varð hann fyrir því óhappi að stíga inn í endafærið sem hringað var upp við borðstokkinn. Færið snögghertist að fætinum og til að forða því að það hálfkubbaði fótinn lét Símon sig vaða í sjóðinn. Þar var hann í tíu mínútur eða þangað til félagi hans Kristján Auðunsson á Álfi SH kom til aðstoðar.

Símon segir að aðstæður hafi í raun verið þær bestu sem hægt var að hugsa sér, en það sem hann óttaðist meðan hann lá í sjónum voru háhyrningar, öðru nafni Killer whales, í 20 metra fjarlægð. „Og ég sem var nýbúinn að horfa á myndband þar sem hvalur át mann,“ sagði Símon í samtali við Skessuhorns.

 

 

Nokkrir bátar voru að veiðum á Urthvalafirði á laugardaginn, þar sem nú má merkja grútarbrák frá dauðri síld inni í Kolgrafafirði. Með Símoni um borð var ungir piltur, Sigurjón Grétar Einarsson, í sínum öðrum róðri. Símon segist nýlega hafa verið búinn að tala í síma við Kristján félaga sinn á Álfi þegar hann lenti í sjónum. „Ég lét mig vaða á kaf til að ná slaka á færið og geta losað fótinn. Síðan læsti ég mig eftir færinu og hékk á belgnum. Sigurjón Grétar er óvanur bátnum og drap á vélinni þannig að ég fjarlægðist aðeins. Ég hrópaði til hans að hringja í Kristján og sá fljótlega að hann var á leiðinni til mín. Ég var orðinn nokkuð kaldur, enda sjórinn tæpar fjórar gráður, en gat samt gengið upp stigann um borð í Álf. Ég skalf mikið á eftir en það lagaðist fljótlega. Svo vatt ég bara fötin og kláraði vertíðina. Við komum með fullan bát að bryggju, á fjórða tonn,“ segir Símon, en þetta var eins og áður segir endapunkturinn á síldarvertíðinni.

 

Símon segir mjög heppilegt að félagi sinn Kristján á Álfi hafi fyrir reglu að vera með símann í hulstri úti á þilfari, í stað þess að hafa hann inni í stýrishúsinu, eins og hann sjálfur geri. „Auðvitað velti maður fyrir sér á svona stundum heppninni yfir því að aðstæður hafi verið góðar, hvað ef þetta hefði verið í myrkri og brælu? En eftir á að hyggja hefði ég samt trúlega bjargast, þar sem að Sigurjóni Grétari tókst að koma vélinni í gang aftur og var á leiðinni til mín þegar þeir á Álfi komu,“ segir Símon að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is