Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2013 01:30

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misnota stúlkur

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt 26 ára karlmenn af erlendu þjóðerni í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun á tveimur stúlkum, 13 og 14 ára, á árinu 2011. Manninum er einnig gert að greiða vegna eldri stúlkunnar eina milljón króna í miskabætur og hinnar 800 þúsund krónur. Málið var þingfest hjá Héraðsdómi í janúarlok á síðasta árs og dómur féll í lok mars. Dómsniðurstaða Héraðsdóms var þá sú sama og nú, en við meðferð Hæstaréttar á málinu var því vísað aftur til Héraðsdóms, sökum þess að hvorki var ákæra þýdd úr íslensku yfir á arabísku né að túlkurinn hafi þýtt hana orðrétt fyrir ákærða. Þá hefðu skýrslur brotaþola og annarra vitna fyrir dómi heldur ekki verið þýddar, en ellefu vitni voru kölluð til.

 

 

 

 

Ákærða var treyst fyrir kennslu og uppeldis við grunnskóla á Akranesi og starfaði einnig hjá Rauða krossi Íslands. Brotin gagnvart stúlkunum tveimur vöruðu í mislangan tíma. Að því er fram kemur í dómsgögnum áreitti hann 14 ára stúlkuna bæði laugardag og sunnudag í byrjun júlí 2011 og hafði m.a. við hana kynmök með því að klæða hana úr peysu og strjúka henni með hendi á brjóstum og kynfærum innan klæða og láta stúlkuna fróa sér uns hann hafði sáðlát og síðan með því að biðja stúlkuna um að hafa við sig samræði. Gegn 13 ára stúlkunni braut hann með því að hafa í allt að átta aðgreind skipti, á tímabilinu frá 17. júní til 16. ágúst, áreitt stúlkuna kynferðislega með því að kyssa hana tungukossa á munninn, strjúka henni með hendi á brjóstum innan og utan klæða, strjúka henni með hendi á kynfærum utan klæða og biðja hana um að hafa við sig samræði eða önnur kynferðismök. Ákærði neitaði sök og kvaðst ekki hafa gengið á eftir stúlkunum að hitta sig á heimili sínu, en rannsóknargögn sýndu hið gagnstæða, sem og að framburður stúlknanna þótti stöðugur og trúverðugur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is