Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2013 01:42

Ungu fólki fækkar minna á Vesturlandi en annars staðar á landsbyggðinni

Samkvæmt nýjustu útgáfu Hagvísis Vesturlands þá fækkaði íbúum á aldrinum 20-40 ára hlutfallslega minnst á Vesturlandi í samanburði við aðra á landsbyggðinni að Suðurnesjum frátöldum, á tímabilinu 1991-2011. Það er Vífill Karlsson hagfræðingur sem vann þessar upplýsingar en Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gefa Hagvísinn út. Í honum er farið yfir íbúaþróun ungs fólks á aldrinum 20-40 ára í landshlutanum en sá hópur er afar mikilvægur sérhverju samfélagi. Þessi hópur er gjarnan sá vinnusamasti og margir í honum að byggja upp sín heimili. Þá er þetta frjósamasti hópurinn og þannig líklegastur til að fjölga íbúum. Því er almennt talið mjög óheppilegt fyrir samfélög ef fækkar í þessum aldurshópi. Fram kemur að á heildina litið fækkaði ungu fólki á sunnanverðu Vesturlandi á árunum 1991-1998. Þá tók að fjölga í hópnum, ekki síst frá árinu 2005. Aftur hefur svo fækkað í hópnum frá bankahruni 2008. Á norðanverðu Vesturlandi hafði ungum íbúum fækkað frá 1991 fram að bankahruni er þeim tók að fjölga á ný.

 

 

Á Vesturlandi er hlutfallslega mest af ungu fólki á Snæfellsnesi, einkum í Snæfellsbæ, Helgafellssveit og Grundarfjarðarbæ. Ýmislegt hefur áhrif á búsetval fólks en þær íbúakannanir á Vesturlandi sem fjallað hefur verið um í fyrri Hagvísum sýndu fram á að atvinnuöryggi, launatekjur og þjónustu við barnafólk séu þeir þættir sem hafa mest áhrif.

 

Vöxtur atvinnulífsins hefur áhrif

Að sögn Vífils er ljóst að fjölgun ungs fólks fylgir auknum umsvifum í atvinnulífinu. „Hér mætti nefna fjölgun fiskiskipa, aukna fiskvinnslu, nýja stóriðju og stækkun háskóla. Einnig hafa samgöngubætur áhrif. Árið 1998 opnuðu t.d. Hvalfjarðargöng, Norðurál tók til starfa og nemendum fjölgaði meira við háskólana í Borgarfirði. Framleiðslukvótar og hagræðing í sjávarútvegi og landbúnaði útskýra sjálfsagt fækkun ungs fólks á þessu svæði fram að bankahruni en styrking krónunnar og batnandi afkoma í sjávarútvegi hafa trúlega stuðlað að fjölgun á Snæfellsnesi eftir það þar sem áframhaldandi fækkun hélt áfram í Dalabyggð, eina landbúnaðarhéraðinu á norðanverðu Vesturlandi,“ segir Vífill.

 

Í Hagvísinum kemur einnig fram að ungu fólki með erlendan ríkisborgararétt hefur fjölgað á Vesturlandi á tímabilinu. Þar hafi vitaskuld áhrif að Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994. Þessum hópi hefur þó fækkað eftir hrun, nema í Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Samkvæmt mannfjöldatölum eru landsmenn hins vegar að eldast en hlutfallslega fækkar ungu fólki í öllum landshlutum – einnig á höfuðborgarsvæðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is