Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2013 03:24

Ný vinnslulína tekin í notkun hjá Eðalfiski í Borgarnesi

Í morgun var tekin í notkun ný vinnslulína hjá matvælafyrirtækinu Eðalfiski í Borgarnesi, sem er eitt fremsta fyrirtækið hér á landi í framleiðslu á reyktum og gröfnum laxi. Nýja vinnslulínan er sneiðingarvél frá fyrirtækinu Marel sem framleidd var hjá starfsstöð þess í Danmörku sem sérhæfir sig í vinnslulínum á laxi. Það voru þeir Páll S Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar og Finn Nikolajsen frá Marel sem ræstu nýju sneiðingarvélina í morgun við stutta athöfn sem Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Eðalfisks stýrði. Framleiðsla og uppsetning vélarinnar hefur staðið yfir í vetur og hafa starfsmenn Marels undir forystu Finn Nikolajsen annast verkið. Að sögn Kristjáns Rafns þá mun sneiðingarvélin eyða töluverðum flöskuhálsi í framleiðslu Eðalfisks og stuðla að aukinni framleiðni í rekstri.

„Sneiðingarvélin mun nýta betur hvert flak og um leið auka nýtingu og gæði hverrar söluvöru sem við bjóðum upp á. Með tilkomu vélarinnar getum við líka aukið afköst í framleiðslunni og þannig mætt aukinni eftirspurn eftir vörum Eðalfisks sem hefur verið til staðar undanfarin ár,“ segir Kristján.

 

Nánar verður sagt frá þessari nýjung í starfsemi Eðalfisks í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is