Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2013 11:01

Tíðindamaður Sturlungaaldar segir frá

Á laugardaginn var steig rithöfundurinn Einar Kárason á svið í pakkfullu sögulofti Landnámsseturs Íslands þar sem hann frumflutti frásögn sína Skáldið Sturla sem byggir á bók hans, Skáld, sem kom út fyrir síðustu jól og fjallar um ævi sagnaskáldsins Sturlu Þórðarsonar. Þetta er í annað skipti sem Einar kynnir gestum Landnámsseturs atburði Sturlungaaldar, einu blóðugasta tímabili í sögu Íslendinga, en árið 2009 frumflutti hann sýninguna Stormar og Styrjaldir við góðan orðstír sem hann byggði á fyrri verkum sínum um Sturlungaöld, Óvinafögnuði, Storm og Ofsa. Í verkinu bregður Einar sér í hlutverk Sturlu Þórðarsonar og greinir frá atburðum 13. aldar í fyrstu persónu. Öldin er viðburðarík og raunar örlagarík í meira lagi. Valdaættir Sturlunga, Haukdæla og Ásbirninga berjast um völd með klækjum og klóm og handan Atlantsála fylgjast Noregskonungar með atburðarásinni og reyna hvað þeir geta til að seilast til áhrifa í valdabaráttunni á Íslandi.

 

 

 

Í gegnum Sturlu segir Einar frá deilum Snorra Sturlusonar og frænda hans Sighvats og Sturlu, Apavatnsför, Örlygsstaðabardaga, Flóabardaga, Haugsnesbardaga og Flugumýrarbrennu. Það er vel til fundið hjá Einari að nota persónu Sturlu til að segja frá atburðum 13. aldar enda er Sturla einn helsti tíðindamaður hennar í verkum sínum á borð við Íslendingasögu, Þorgils sögu skarða og Sturlu þætti. Samkvæmt þeim var Sturla áhrifamaður í hópi Sturlunga en naut þó virðingar fyrir gáfur sínar og ritsnilli hjá keppinautum. Það hefur sennilega orðið honum til lífs því að heita má að hann hafi ekki verið jafn hvatvís og valdagráðugur og frændur sínir Sturla Sighvatsson, Órækja Snorrason Sturlusonar og Þórð kakala Sighvatsson, sem hann þó fylgdi að málum ættar sinnar vegna. Þetta tryggði að það var valinn maður til staðar til að miðla atburðarásinni til okkar hinna sem eftir hafa gengið.

 

Heilt yfir nær Einar að draga upp skemmtilega og líflega mynd af helstu atburðum Sturlungaaldar og verður að segjast að hann nær góðum tökum á atburðarásinni sem tryggir athygli áhorfenda. Ekki spillir fyrir að hans djúpa og áheyrilega rödd berst vel um söguloftið sem gerir sýninguna enn betri. Því má segja að sú baðstofustemning sem Kjartan og Sirrý í Landnámssetrinu í Borgarnesi hafa leitast við að byggja upp á söguloftinu fái að njóta sín enn og aftur í sýningunni Skáldið Sturla í flutningi Einars Kárasonar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is