Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2013 08:01

Skemmtiferðaskipum til Grundarfjarðar fækkar töluvert

Í sumar munu tíu skemmtiferðaskip leggja leið sína í Grundarfjörð og fækkar því talsvert frá síðustu árum. Sumarið 2011 voru þau 18 talsins. Öll þau tíu skip sem koma næsta sumar hafa komið áður. Shelag Smith, markaðsfulltrúi Grundarfjarðarhafnar, segist hafa leitað svara við þessari fækkun. Hafi hún fengið nokkrar ástæður, án þess að skýr svör hafi þó fengist. „Ein ástæðan er sú að við erum of nálægt Reykjavík, önnur er að aðstæðum á Snæfellsnesi sé ábótavant, þá helst klósettaðstæðum og þess háttar, og ferðaskrifstofur þurfa að koma leiðsögumönnum og rútum til Grundarfjarðar, sem gerir ferðirnar aðeins dýrari en ella. Það er margt sem spilar inn í þessa fækkun,“ segir Shelag.

Þrátt fyrir þessa fækkun kveðst hún vongóð um framhaldið og telur að ekki sé hægt að leggja árar í bát. „Höfnin hefur fengið mikið hrós fyrir aðstöðu og þjónustu og ekki spillir að mörgum þykir Grundarfjörður mjög fallegur staður. Það er eins með þetta og sjóinn, það eru flóð og fjara. Síðasta ár var metár í komu skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar og ætli við séum ekki að upplifa fjöru núna, en það þýðir ekkert að missa móðinn og við verðum bara að halda áfram. Við gætum til dæmis reynt að fá heimamenn til að taka að sér leiðsögn,“ segir Shelag aðspurð um hvernig snúa megi vörn í sókn í þessum efnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is