Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2013 12:25

Sjávarorka setur aukinn kraft í rannsóknir á virkjun sjávarfalla

Á stjórnarfundi í Sjávarorku ehf. í Stykkishólmi í síðustu viku var samþykkt að setja aukinn kraft í rannsóknir á virkjun sjávarfalla í Hvammsfirði. Ákveðið hefur verið að koma upp rannsóknasetri í Stykkishólmi. Verður m.a. erlendum virkjanafyrirtækjum boðið að prófa hverfla í Hvammsfirði en stefnt á gerð tilraunavirkjunar í nágrenni Stykkishólms á næstu tveimur til þremur árum. Sjávarorka er tíu ára gamalt félag, þar sem meðal hluthafa eru Skipavík í Stykkishólmi, Rarik og á síðasta ári bættist Landsvirkjun í hóp hluthafa. Aðstandendur Sjávarorku hafa beint augum að því að beisla þá krafta sem eru í straumum milli eyja og skerja í minni Hvammsfjarðar. Sigurjón Jónsson í Skipavík, stjórnarformaður í Sjárvarorka, segir að ef ýtrustu vonir gangi eftir sé möguleiki á allt að 120 megavatta virkjun við Breiðasund í Hvammsfirði, sem er svipað og Sultartangavirkjun framleiðir, en sjávarflæðið þar er um 50 þúsund rúmmetrar á sekúndu eða svipað og í Amason fljóti. Sigurjón segir að með tilraunavirkjun sé stefnt á brot af þessu afli og hún verði í nágrenni Stykkishólms þar sem stutt er í spennuvirki.

Á þeim tíu árum sem félagið Sjávarorka hefur starfað hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir, svo sem dýptarmælingar, mælingar á straumum, sjávarhæð, ásamt straumfræðilíkani af Hvammsfirði. Sigurjón segir að á að giska 50 milljónum hafi þegar verið varið í verkefnið, en fjármunir til þess hafi verið takmarkaðir. Hann segir mjög mikilvægt að Landsvirkjun hafi komið í hluthafahópinn, enda þurfti miðlunarlón vatnsaflsvirkjana til að spila á móti ójafnri orku sjávarfallavirkjana, svo þær geti orðið samkeppnishæfar á markaði. Sigurjón segir að áætlað sé að ráða starfsmann að verkefninu á næstunni, en Rarik í Stykkishólmi hefur yfir að ráða húsnæði undir væntanlegt rannsóknasetur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is