Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2013 05:00

Ótrúlegur fjöldi fugla við norðanvert Snæfellsnes

Í síðustu viku fór fram árleg talning vetrarfugla við norðanvert Snæfellsnes en talningin er hluti af landstalningu sem Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um. Talningarmenn voru starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, ásamt öðrum áhugamönnum um fugla. Talið var á nokkrum hefðbundnum talningarsvæðum með ströndinni. Á talningarsvæðunum við Snæfellsnes var fjöldinn hreint ótrúlegur eða 52.445 fuglar af 39 tegundum. Að frádregnu einu nýju talningarsvæði, töldust nú 64% fleiri fuglar en á síðasta ári, sem þó var metár.

Mikil fjölgun í Kolgrafafirði

Svartbakur, sem fækkað hefur í flestum landshlutum á síðustu áratugum, var algengastur og virðist sem meirihluti landsstofnsins haldi sig nú við sunnanverðan Breiðafjörð. Hvítmáfur var næstalgengastur en hann verpir einkum í fjöllum við Breiðafjörð og á Vestfjörðum en æðarfugl, langalgengasta öndin hér við land, var þriðja algengasta fuglategundin í talningunni. Af sjaldgæfari fuglum má nefna haförn, fálka, gulönd, æðarkóng og silkitoppu.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is