Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2013 12:19

Hárgreiðslumeistari söðlar um

Hafrún Elvan Vigfúsdóttir er menntaður hárgreiðslumeistari og átti og rak fyrir nokkrum árum hársnyrtistofu í Ólafsvík þar sem hún er uppalin, en hún fæddist árið 1982. Hafrún útskrifaðist með stúdentspróf af félagsfræðibraut úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga nú fyrir áramót og hyggur á áframhaldandi nám. Hafrún ákvað að skella sér aftur í nám eftir að hún greindist með kvilla sem háir henni mikið við hárgreiðsluna. „Ég greindist með vefjagigt árið 2007 og puttarnir voru orðnir þannig að ég átti erfitt með að meðhöndla skærin. Ég ákvað því að taka frí frá hárinu og fór að vinna í fiski í fyrsta skipti, ákvað að prófa það. Við þau störf slasaði ég mig og hef lítið getað unnið síðan. Þess vegna ákvað ég að fara í nám. Þannig að það kemur eitthvað gott út úr þessu,“ segir Hafrún.

Hún stefnir á háskólanám næsta haust og er að velta fyrir sér möguleikunum. „Nú er ég bara að skoða hvað háskólarnir eru að bjóða upp á og hvað mig gæti langað til að fara að gera. Ég er ekki búin að ákveða neitt en ég ætla að ákveða mig fyrir haustið og gera eitthvað sniðugt. Ég er voðalega óákveðin með framhaldsnámið en það er sumt sem heillar meira en annað og mjög margt í boði og endalausir valmöguleikar. Sálfræðin er að heilla mig en maður þarf að skoða málið í heild sinni. Ég er að spá í framtíðinni, hvað maður getur gert úr menntuninni? Ef ég ætla að vera hér í Ólafsvík alla ævi er endilega ekki margt sem ég get tekið mér fyrir hendur, nema að ég skapi mér möguleikana sjálf, því ég er ekki að hugsa um að flytja úr Ólafsvík,“ segir Hafrún.

 

Sjá nánar spjall við Hafrúnu Elvan Vigfúsdóttur í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is