Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2013 09:01

Þorramaturinn er sívinsæll innanlands sem utan

Hjá Gæðakokkum í Borgarnesi er búinn til og seldur þorramatur líkt og fyrri ár. Að sögn Völu Lee Jóhannsdóttur sem rekur Gæðakokka ásamt eiginmanni sínum Magnúsi Nielsson Hansen þá er boðið upp á allan almennan þorramat hjá fyrirtækinu, frá sviðasultu til harðfisks, sem Gæðakokkar verka sjálfir. Þorramaturinn hafi verið fastur liður hjá Gæðakokkum frá stofnun árið 1999, enda hafa Íslendingar ekki verið á þeim buxunum að breyta af þessari þjóðlegu venju. Vala segir Gæðakokka selja þorramat víða um land en þó aðallega á Suðvesturhornið. Bæði er selt til einstaklinga og svo til hópa sem eru að skipuleggja þorrablót. „Við förum með matinn í veislur og stillum upp veglegu hlaðborði. Óhætt er að segja að þorramaturinn hafi vaxið í starfseminni hjá okkur undanfarin ár og er sífellt meira að gera í þessu,“ segir Vala.

 

 

Hún segir að það taki um hálft ár að búa til þorramatinn og hafa allt klárt. Nokkurn tíma taki að útbúa mat eins og sviðasultu og því sé mikilvægt að gefa sér góðan tíma í undirbúning. Þorrinn er loks blótaður á um mánaðartímabili frá janúarlokum fram til loka febrúar. Vala segir að Íslendingar erlendis hafi stundum sett sig í samband við Gæðakokka. Á síðasta ári sendi fyrirtækið t.d. þorramat suður til Orlando í Flórída til Íslendinga sem þar vildu blóta þorrann. „Það þurfti að redda ýmsu til að maturinn gæti skilað sér þangað, en við þurftum sem dæmi leyfi frá landlækni til að fá matinn fluttan út. Tollinum úti svo fannst þessi sending frekar ógeðsleg,“ segir Vala og hlær, en maturinn skilaði sér þó að endingu á leiðarenda. Fyrsta, og jafnframt snemmbúið þorrablót, þessa árs, þar sem boðið er upp á þorramat frá Gæðakokkum, fór fram um síðustu helgi og segir Vala að sumir geti hreinlega ekki beðið eftir að þorrinn sjálfur gangi í garð. „Þetta er bara svo feykilega vinsælt, það er bara þannig,“ segir hún að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is