Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2013 03:01

Fóru fyrstar til að fá gott í gogginn fyrir 57 árum

Á þrettándanum klæða börn í Ólafsvík sig upp í búninga og fara á brennu. Sá siður hefur ríkt um áratugi að eftir brennuna fara mörg þeirra og banka upp á í heimahúsum í Ólafsvík og biðja um eitthvað gott í gogginn. Þetta er hefð sem þekkist ekki víða hér á landi en hefur tíðkast í 57 ár víkinni sem kennd er við Ólaf. Jóhanna Hjelm íbúi í Ólafsvík er ef til vill best þekkt sem Jóa í Sólarsporti, sem hún á með manni sínum Gylfa Scheving. Jóa fór á þrettándanum árið 1956 með vinkonu sinni, Sigríði Guðmundsdóttir eða Sillu Gvendar, og bönkuðu þær upp á hús í búningum og báðu um eitthvað gott í gogginn. „Við fórum í þrjú hús. Hjá lækninum Arngrími Björnssyni sem var ofsalega góður maður. Hann tók á móti okkur og lét okkur syngja. Síðan bönkuðum við upp á hjá prestinum og enduðum hjá henni Dæju sem átti heima á Ólafsbrautinni beint á móti Sólarsporti. Húsið hennar var kallað Dæjuhús. Hún spilaði á harmonikku fyrir okkur og við dönsuðum í eldhúsinu hjá henni,“ segir Jóa.

„Dæja var vinkona móður minnar. Ég man að við fengum epli hjá lækninum og appelsínur hjá prestinum og epli og appelsínur voru nú ekki útbreidd vara hér á landi á þessum tíma. Við vorum að biðja um eitthvað í gogginn og ég veit að faðir minn hefði orðið vitlaus hefði hann vitað að ég hefði verið að ganga í hús hjá fólki með svona grín. Við ætluðum alls ekki að fara í hús til að betla heldur var þetta bara gert í gríni. Við vorum klæddar eins og strákar og búnar að teikna á okkur skegg,“ bætir Jóa við.

 

Hún vill ekki eigna sér heiðurinn að þessari sérstöku hefð í Ólafsvík og segir að eftir að þær hafi gert þetta hafi orðið hlé á því í nokkur ár að börn gengju í hús á þrettándanum.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is