Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2013 01:01

Knattspyrnukappar af Klingenbergsætt og uppgangur fótboltans á Skaganum

„Akurnesingar hafa í gegnum aldirnar séð Elínarhöfðann sveipaðan dulúð í líkingu við Snæfellsjökul,“ skrifar Ásmundur Ólafsson á Akranesi í aðsendri grein í Skessuhorni vikunnar. „Eitt dæmi um þann kyngikraft sem býr í Höfðanum er að þar bjó á sínum tíma sá Íslendingur sem á hvað flesta afkomendur sem hafa verið afreksmenn í fótbolta á seinustu árum. Ásmundur Jörgensson (1766-1822) hét hann og var bóndi og hreppstjóri um árabil, þríkvæntur, en Ásmundur var sonarsonur Hans Klingenbergs forföður Klingenbergsættarinnar á Akranesi.“

Fróðleikspunktar til gamans gerðir

„Má hér fyrst nefna þá frægu atvinnumenn í fótbolta, sem kenndir eru við Hvítanes; Teit Þórðarson, Ólaf bróðir hans, Þórð Þórðarson yngri, Stefán og fleiri sem of langt væri upp að telja, en foreldrar þeirra Ester og Þórður, markaskorari úr gullaldarliðinu, eru bæði komin af Ásmundi. Þá voru frændur þeirra kenndir við Nýlendu ekki síðri í boltaleikni; Sveinn Teitsson, Árni Sveinsson sonur hans og Sigursteinn heitinn Gíslason sonur Möggu í Nýlendu systur Sveins. Sennilega er óvíða í heiminum fjölskylda sem hefur haft á að skipa eins fjölhæfum knattspyrnumönnum og þessum bræðrum og frændum, svo ekki sé minnst á Akranes, sem telja má þorp á heimsmælikvarða hvað varðar útungun á atvinnumönnum í knattspyrnu, sem bæði hafa starfað hérlendis sem og erlendis, og getið sér gott orð.“

 

Sjá nánar umfjöllun Ásmundar Ólafssonar um knattspyrnumenn af Klingenbergsætt í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is