Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2013 06:15

Leikskólar á Snæfellsnesi með þeim dýrari

Samkvæmt úttekt sem Skessuhorn hefur undir höndum, þar sem tekin voru saman leikskólagjöld í 32 sveitarfélögum árið 2012, voru leiksskólagjöld hæst í Snæfellsbæ og næsthæst í Grunarfirði. Í Snæfellsbæ voru leikskólagjöld fyrir átta klukkustundir með fullu fæði 37.440 krónur. Í Grundarfirði voru þau 35.273 krónur, 33.926 í Borgarbyggð, 32.470 í Stykkishólmi og 30.239 krónur á Akranesi. Þrátt fyrir að leikskólagjöld séu ef til vill há í Snæfellsbæ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hlut foreldra í rekstri leikskólanna í Snæfellsbæ hafi lækkað úr 33% í 19,1% á undanförnum árum. „Það hafa ekki verið neinar gjaldskrárhækkanir hjá okkur, bara vísitöluhækkun um 4,5% frá fyrra ári. Ég held að við séum einn af fáum stöðum þar sem fimm ára börn fá fría fjóra tíma á dag og ef við skoðum það frá liðnu ári þá borgaði foreldri sem var með barn á síðasta ári 14.200 krónur á mánuði fyrir leikskólavist í átta tíma. Það er örugglega með því lægsta sem gerist á landinu og munar miklu fyrir foreldra. Svo við njótum réttlætis í samanburði við önnur sveitarfélög verður að taka það með í reikninginn,“ segir Kristinn.

 

 

Ólík afsláttarkjör í boði

Leikskólar veita foreldrum afslátt ef þau eiga fleira en eitt barn á leikskólanum. Í leikskólum Snæfellsbæjar er 25% afsláttur veittur fyrir annað systkini og 50% afsláttur fyrir það þriðja. Í Grundarfirði, Borgarbyggð og Stykkishólmi er afslátturinn 50% og 100%. Á Akranesi er afslátturinn 50% og 75%. Á Akranesi er einnig veittur 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og þegar báðir foreldrarnir eru í námi. Í Snæfellsbæ er 40% afsláttur veittur einstæðum foreldrum og námsmönnum er ekki veittur afsláttur. Í Grundarfirði fá einstæðir foreldrar 35% afslátt og foreldrar í námi fá einnig 35%. Í Borgarbyggð er afslátturinn 40% í báðum tilfellum, í Stykkishólmi fá einstæðir foreldrar 40% afslátt og námsmenn engan.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is