Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2013 09:50

Vilja plægja niður dauðu síldina í fjöruborðinu

Í tilkynningu frá Kristni Má Ársælssyni hjá Umhverfisstofnun segir að starfsmaður stofnunarinnar hafi farið í skoðunarferð í Kolgrafafjörð 11. janúar sl. til að kanna aðstæður eftir síldardauðann um miðjan desember. „Nokkuð mikið magn var af dauðri síld og fitu í fjöruborðinu á um það bil þriðjungi fjörunnar frá brúnni að vestanverðu og meira eða minna samfellt vel fram hjá bænum Eiði. Á öðrum stöðum í fjörunni var ekki að sjá áberandi magn. Það er mat Umhverfisstofnunar að þar sem fiskur liggur í sandfjöru og ekki er mikið um gróður ætti að vera mögulegt að plægja niður eða grafa skurði og ýta dauðri síld í og moka yfir ef veruleg ólykt verður. Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Vesturlands telja að öðru leyti sé best að láta hið náttúrulega niðurbrot ganga sinn gang í fjörunni. Nauðsynlegt er að náið verði fylgst með ástandinu og staðan endurmetin ef athuganir benda til að fuglum stafi hætta af grút,“ segir í tilkynningunni. Umhverfisstofnun mun á næstunni halda fundi með sveitarstjórn, landeigendum og öðrum hlutaðeigandi á svæðinu til þess að fara yfir stöðuna og ræða næstu skref.

 

 

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni leggur mikinn daun af rotnandi síld að bæjarhúsunum á Eiði. Virðist sem hið opinbera ætli ekki að koma til móts við þá kröfu að hreinsa upp dauða síld og endurspeglast sú skoðun í eftirfarandi ummælum Kristins Más hjá Umhverfisstofnun: “Dauði og niðurbrot lífvera í sínu náttúrulega umhverfi, svo sem eins og hvalreki eða hræ af hreindýrum á heiði, fellur ekki undir bráðamengun. Bráðamengun snýr að inngripi mannsins í umhverfið sem getur valdið skaða eða hættu fyrir umhverfið. Talsverður munur er t.d. á því hvort fiskur deyr og safnast upp í firði sem hann synti inn í sjálfur eða hvort honum sé t.d. varpað kerfisbundið úr verksmiðju þangað sem hann var fluttur.“

 

Þá segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar að óhjákvæmilega komi hugsanleg tengsl milli þverunar fjarðarins og þessa ástands til umræðu. „Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er stutt síðan dýpið undir brúnni var mælt og reyndist það vera svipað og var áður en brúin var byggð og að mælingar sýni að vatnsskipti í dag eru óbreytt frá því sem var fyrir þverun fjarðarins. Eftir sem áður hafa Umhverfisstofnun og Vegagerðin ákveðið að farið verði yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir um dýpi, vatnsskipti og strauma við brúna yfir Kolgrafarfjörð og skoða hvort ástæða sé til frekari gagnaöflunar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is