Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2013 11:36

Góður sigur Snæfellskvenna á Haukum

Snæfellkonur áttu góðan leik og unnu sannfærandi sigur á Haukum þegar liðin áttust við í Dominsdeildinni í Stykkishólmi í gærkvöldi. Lokatölur urðu 77:65 og með sigrinum tryggði Snæfell stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, er sex stigum á eftir Keflvíkingum sem eru á toppnum og með sex stigum meira en Valsstúlkur sem eru í þriðja sætinu. Snæfellskonur byrjuðu mjög vel í leiknum og komust í 10:3. Haukarnir voru ekki á því að sitja eftir og mest fyrir tilstilli Gunnhildar Gunnarsdóttur fyrrum leikmanns Snæfells tókst þeim að jafna 10:10. Snæfell leiddu þó áfram og var stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 20:19. Í byrjun annars leikhluta kom slæmur kafli hjá heimakonum, en smám saman virtist Snæfell finna betri takt í leik sínum og staðan í hálfleik var 36:31 fyrir heimastúlkur.

Snæfellskonur héldu áfram að bæta sinn leik í seinni hálfleiknum og einkum var það Rósa Kristin Indriðadóttir sem lét þá til sín taka, skoraði hvern þristinn á fætur öðrum og sýndi auk þess feikilega varnartilburði. Snæfell leiddi 65:47 eftir þriðja hluta og eftir það var ekki aftur snúið. Mestur var munurinn 20 stig, 71:51, en gestunum tókst að klóra í bakkann undir lokin.

Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow atkvæðamest með 23 stig og 9 fráköst. Rósa Indriðadóttir kom næst með 12 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 11/6 frák., Hildur Sigurðardóttir 10/9 frák., Hildur Björg Kjartansdóttir 9/5 frák., Alda Leif Jónsdóttir 7/5 frák./6 stoðs. og Berglind Gunnarsdóttir 5 stig.

 

Næsti leikur Snæfells í Dominosdeild kvenna verður í Grindavík miðvikudaginn 23. janúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is