Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2013 09:31

Snæfell lá fyrir Grindavík í Hólminum

Áhorfendur urðu vitni að góðum körfuboltaleik og hörku toppslag í Hólminum í gærkveldi, þegar Snæfellingar fengu Grindvíkinga í heimsókn. Gestirnir höfðu frumkvæðið í leiknum lengst af en heimamenn gerðu sig líklega til að knýja fram sigur þegar á leið. Það tókst þó ekki og Grindvíkingar lönduðu 90:84 sigri. Gestirnir byrjuðu mun betur, komust í 7:0 og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24:15. Bæði varnar- og sóknarleikur Grindvíkinga var betri en heimamanna og áfram höfðu þeir svipað forskot fram undir hálfleikinn, en þá var Snæfell búið að bæta stöðuna í 40:45. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel, komust í 11 siga forskot, en þá setti Snæfell í svæðisvörn og náði að snúa leiknum sér í vil. Strax var munurinn kominn niður í fimm stig, 55:60 og heimamenn skoruðu síðan 11 stig í röð, þannig að staðan var orðin 66:60 fyrir Snæfell eftir þriðja leikhluta.

Háspenna var allan lokafjórðunginn. Grindavík komst yfir 69:68 og Snæfell aftur 73:72 með þristi frá Pálma Frey. Grindavík komst með baráttu í 81:75 og villur fuku á Snæfellinga þegar þrjár mínútur voru eftir. Grindavíkingar keyrðu upp hraðann og hittu vel, allt í einu var staðan orðin 86:77 fyrir gestina. Snæfell náði að minnka muninn í 84:86 þegar 26 sekúndur voru eftir, en Grindavíkingar héldu haus og skoruðu fjögur síðustu stigin í leiknum.

 

„Við gáfum þeim forskot og vorum í heildina ekki nógu góðir, eins og þarf til að vinna leiki í deildinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells að leik loknum.

 

Hjá Snæfelli var Jay Threatt atkvæðamestur með 23 stig, Asim McQueen 22 stig og tók 12 fráköst. Jón Ólafur Jónsson setti 17 stig, Pálmi Freyr 9, Sveinn Arnar 7, Ólafur Torfason 5 og Sigurður Þorvaldsson 1. Hjá Grindavík var Jóhann Árni Ólafsson með 23 stig.

 

Næsti leikur Snæfells í Dominosdeildinni verður gegn Stjörnunni í Garðabæ nk. fimmtudagskvöld, en þessi lið eru í 3. - 4. sæti deildarinnar með 18 stig, Grindvíkingar og Þór Þorlákshöfn eru á toppnum með 20 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is