Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2013 02:51

Heitasta borholan á lághitasvæði á Geldingaá

Niðurstaða er nú komin úr hitamælingum úr borholunni á Geldingaá í Leirársveit, en nýtanlegt heitt vatn fannst þar um miðjan nóvembermánuð. Mælingar verkfræðistofunnar Mannvits sýna að hitinn í botni holunnar, 657 metrum, er 170 gráður. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur segir holuna þá heitustu á lághitasvæði á þessu dýpi á Íslandi. Til samanburðar nefnir Haukur að úr gamalli borholu í nágrenninu á Leirá hafi þessi hiti mælst á 2000 metra dýpi. Haukur segir að langlíklegasta skýringin á hitanum mikinn heitavatnspott þarna skammt undan, væntanlega uppstreymi á heitu vatni. Fjórtán mínútulítrarnir sjálfrennandi sem fást úr holunni sé bara smádreitill miðað við það sem mögulega getur fengist með meiri borun, en til þess þurfi mun stærri bor en fram að þessu hafi verið beitt og upphæðirnar við vatnsöflunina rjúki þá upp. „Þeir sitja á miklum hita í Leirársveitinni en hefur gegnið erfiðlega að ná miklu magni nýtanlegs vatns úr efri jarðlögum,“ segir Haukur.

Hafsteinn Daníelsson verktaki býr á Geldingaá og hefur kostað boranirnar. Hafsteinn segir 14 mínútulítra nægt magn fyrir hús og rekstur á Geldingaá. Hafsteinn er jafnvel að gæla við að bora enn dýpra ef það reynist mögulegt, en hann hefur ekki leitað eftir samvinnu við fleiri um boranirnar, svo sem sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit, en skortur er á heitu vatni til kyndingar skólamannvirkja á Leirá, í tveggja kílómetra fjarlægð frá Geldingaá. Það var bor frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, sem kláraði að bora niður á 657 metrana í nóvember, en boranir höfðu þá staðið yfir á annað ár og fleiri borfyrirtæki komið að þeim. Bornum var beint á ská í jarðlögin á Geldingaá. Mannvit hefur unnið að hönnun hallamælis vegna slíkra borana og voru hitamælingar á holunni nú unnar vegna þeirrar þróunarvinnu. Mannvit er í samvinnu við Hafstein á Geldingaá og Hauk Jóhannesson jarðfræðing, sem hefur eins og áður segir komið að verkefninu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is