Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2013 10:01

Telja álverð fara hækkandi á þessu ári

Þróun álverðs skiptir íslenska hagkerfið verulegu máli, enda eru framleidd hér u.þ.b. 830 þúsund tonn á ári, sem svarar til nálega 2% af heimsframleiðslu áls. Greiningardeild Íslandsbanka sagði frá því í liðinni viku að á fyrstu ellefu mánuðum síðastliðins árs nam útflutningsverðmæti áls tæplega 205 milljörðum króna og lækkaði verðmæti útflutningsins um tæp 4,7% á milli ára þrátt fyrir tæplega 2,9% aukningu í útfluttu magni og að gengi krónunnar var um 2% veikara að jafnaði fyrstu ellefu mánuði síðastliðins árs en árið á undan. Verðmæti álútflutnings var á fyrstu ellefu mánuðum síðastliðins árs u.þ.b. 35% af heildarvöruútflutningstekjum Íslands.

„Eftir lækkunina undanfarið er álverð nú nálægt meðalverði áranna 2001-2010 á heimsmarkaði. Nú spáir Alþjóðabankinn því að álverð muni hækka lítilsháttar, eða um 3% á þessu ári, vegna hækkandi orkukostnaðar og vegna þess að núverandi verð er undir framleiðslukostnaði sumra framleiðenda. Álverð fór undir 2.000 Bandaríkjadali  á tonnið á þriðja fjórðungi síðastliðins árs vegna bæði offramleiðslu á heimsvísu og mikilla birgða segir bankinn.

Hafði álverð þá lækkað um fjórðung frá maíbyrjun, þegar áltonnið var selt á tæplega 2.800 Bandaríkjadali á markaði. Þar sem verð á áli er núna undir framleiðslukostnaði margra framleiðenda er ólíklegt að verðið muni lækka meira að mati bankans. Þá er stór hluti álbirgða haldið utan markaðarins af fjárfestum. Þessa geymslu álsins þarf hins vegar að fjármagna, og hefur það orðið þyngri róður eftir því sem skuldakreppan í Evrópu hefur sett mark sitt á fjármálamarkaði. Gæti það aukið framboð áls töluvert á markaði á næstunni,“ segir m.a. í greiningu Íslandsbanka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is