Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2013 07:23

Einungis tvö tilboð bárust í Norðurá - bæði frá SVFR

Tvö tilboð og eitt frávikstilboð að auki bárust í veiðiréttinn í Norðurá í Borgarfirði til fimm ára frá og með veiðisumrinu 2014, en tilboðin voru opnuð síðdegis í dag á lögmannsstofunni Lex í Reykjavík. Stangveiðifélag Reykjavíkur sendi inn tvö tilboð, eitt í eigin nafni og annað í nafni SVFR ehf. Þriðja tilboðið var frá Gesti Jónssyni lögmanni sem skrifaði bréf f.h. ónefnds umbjóðanda síns en í því var ekki getið um neinar upphæðir þannig að þessu óformlega frávikstilboði var vísað frá. Hærra tilboðið var frá SVFR ehf, sölufyrirtæki Stangaveiðifélagsins, og hljóðaði upp á 83,5 milljónir króna. Stangaveiðifélag Reykjavíkur sjálft bauð hins vegar 76,5 milljónir. Núverandi leigusamningur SVFR um Norðurá er upp á 85 milljónir króna á ári. Því er krónutölulækkun frá núgildandi verði upp á 1,5 milljón auk virðisrýrnunar fyrir landeigendur sem nemur verðbólgu.

 

 

 

 

Að sögn Birnu G Konráðsdóttur formanns Veiðifélags Norðurár hefur félagið ekki tekið ákvörðun um hvort tilboði SVFR ehf. verði tekið eða því hafnað. „Við munum einfaldlega sofa á þessu og ákveða á næstu dögum hvort við tökum tilboðinu eða höfnum því. Höfum rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum ef út í það verður farið,“ sagði Birna í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is