Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2013 01:12

Borgarnes og frú Ingiríður í Safnahúsi

Ný sýning hefur verið opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Að þessu sinni er viðfangsefnið Borgarnes í myndum. Tilefnið er að Borgarneshreppur varð fyrst til sem sérstakt sveitarfélag árið 1913. Í þorpinu bjuggu þá um 200 manns og í þessu fólst staðfesting á hlutverki þess sem verðandi höfuðstaðar í héraði. Á sýningunni má sjá málverk og ljósmyndir eftir ýmsa höfunda þar sem Borgarnes er myndefnið. Verkin eru úr safnkosti listasafns, byggðasafns og héraðsskjalasafns auk ljósmynda úr nútímanum. Uppsetningu annaðist Þóra H. Þorkelsdóttir. Sýningin er í Hallsteinssal og anddyri bókasafns og er opin alla virka daga frá 13.00-18.00. Hún stendur til 27. mars.  Á meðfylgjandi mynd má sjá eitt málverkanna á sýningunni, fallega kvöldsólarmynd með Borgarnes í forgrunni og Hafnarfjall í baksýn.  Verkið er eftir Einar Ingimundarson.

 

 

 

Fleira tengt Borgarnesi verður í dagskrá í Safnahúsi næstu vikur. Frá og með næstkomandi föstudegi verður boðið upp á sýningu á upptöku á leikritinu Ingiríður Óskarsdóttir eftir Trausta Jónsson sem sýnt var af leikdeild Skallagríms í Borgarnesi árið 1985. Upptakan er úr safnkosti Héraðsskjalasafnsins. Leikstjóri var Guðjón Ingi Sigurðsson og tónlist og söngtextar eru eftir Bjarna Valtý Guðjónsson, flutt í útsetningu og undir stjórn Björns Leifssonar. Með helstu hlutverk fara eftirtalin: Blængur Alfreðsson, Carmen Bonitch, Grétar Sigurðarson, Helgi Björnsson, Hjördís Karlsdóttir, Hreggviður Hreggviðsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Vilhjálmur Hjörleifsson. Þess má geta að þetta er með fyrstu hlutverkum hins ástsæla leikara Ingvars E. Sigurðssonar á leiksviði. Fyrsta sýninginn verður eins og áður sagði föstudaginn 25. janúar 16.00 og upptakan verður síðan sýnd á þeim tíma á virkum dögum allan Þorrann, síðasta sýning verður 22. febrúar. Verkið er ærslafullur gamanleikur í þremur þáttum og í leikskrá er sérstaklega tekið fram að það sé í afturstefnustíl. Það naut á sínum tíma rífandi aðsóknar í Borgarnesi en einnig var sýnt í Dalabúð og í Austurbæjarbíói.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is