Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2013 01:35

Fiskiðjan Bylgja fær alþjóðlega gæðavottun

Fiskiðjan Bylgja í Ólafsvík hefur fengið vottun á gæðakerfi sitt samkvæmt BRC staðli. „Undanfarna mánuði hefur farið fram vinna við uppfærslu á gæðakerfi fyrirtækisins með það að markmiði að styrkja starfsemina og fyrirtækið enn betur á mörkuðum erlendis. Það er ljóst að kröfur frá kaupendum matvæla frá Íslandi, einnig kröfur frá stórmörkuðum og verslunarkeðjum sem bjóða íslensk matvæli á mörkuðum erlendis, hafa verið að aukast undanfarin misseri og við því þurfti að bregðast,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Við uppfærslu gæðakerfisins var stuðst við BRC gæðastaðal (British Retail Consortium, Global standard for food safety), sem í grunninn byggir á HACCP, en sá staðall tekur mið af framleiðslunni í víðu samhengi og þá ekki síst er varðar öryggi matvæla.

„Verkefnið var unnið í samvinnu við Centrum HACCP en fyrirtækið veitir sérfræðiráðgjöf og þjónustu hvað varðar lausnir í gæðamálum, innleiðingu gæðakerfa, þjálfun og fræðslu sem og eftirfylgni á meðan nýjungar eru að festa sig í sessi. Allt þetta ferli hefur byggst á góðu samstarfi stjórnenda og starfsmanna.“

Þá segir að vinnan við uppfærslu gæðakerfisins hafi verið lærdómsrík og skilað fyrirtækinu margvíslegum ávinningi. Meiri og betri yfirsýn fáist yfir starfsemina og þá lykilþætti er nýtast til markvissari innkaupa og framleiðslustjórnunar. „Það er ljóst að alþjóðleg gæðakerfi eru gagnleg, nýtast í markaðsmálum og munu styrkja starfsemina á margvíslegan hátt.

Fiskiðjan Bylgja leggur áherslu á að hún er matvælaframleiðandi og ber ríka ábyrgð sem slík. Mikilvægt er að allir aðilar sem koma að málum líti á sig sem hlekk í keðju matvælaframleiðenda sem hafa sameiginlegt markmið. Markmiðið er að hámarka verðmæti íslensks sjávarfangs á erlendum mörkuðum. Þekking starfsmanna útgerða, fiskmarkaða og flutningsaðila þarf að tryggja að á fyrstu stigum ferilsins sé hugað að meðferð hráefnisins. Kæling hráefnisins er lykilatriði frá fyrstu hendi. Mikilvægt er að horft sé til frágangs afla, ísunar, röðunar og annarra þátta er hafa áhrif á gæði hráefnisins sem að lokum berst vinnsluaðilum. Í lok dagsins erum við jú öll, er komum að vinnslu sjávarfangs, að stefna að sama markmiði,“ segir Baldvin Leifur Ívarsson framkvæmdastjóri Bylgjunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is