Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2013 06:15

Evrópumótið í hópfimleikum haldið hér á landi á næsta ári

Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi haustið 2014. Fimleikasamband Íslands hefur fengið það staðfest frá Fimleikasambandi Evrópu, að tilboði þess um að halda Evrópumótið hafi verið samþykkt. Þetta verður í tíunda skiptið sem Evrópumótið fer fram, en fyrsta opinbera mótið var haldið í Finnlandi 1996. Íslensku landsliðin hafa verið mjög sigursæl á Evrópumótum undanfarin ár og komu heim með tvo meistaratitla frá síðasta móti sem haldið var í Danmörku í haust. Mótið á næsta ári verður langstærsti fimleikaviðburður sem fram hefur farið á Íslandi og viðurkenning á því starfi sem fram fer innan íslensku fimleikahreyfingarinnar hvort sem litið er til iðkenda, þjálfara, starfsfólks eða sjálfboðaliða. Áætlað er að á milli 700 og 1000 keppendur frá 15-20 löndum komi til landsins og þeim fylgi um 1500-2000 áhorfendur. Ætla má að beinar og óbeinar tekjur af mótinu geti numið rúmum hálfum milljarði.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is