Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2013 09:01

Heilsuvikan í Stykkishólmi gekk mjög vel

Heilsu- og forvarnarvikan „Heilbrigð sál í hraustum líkama,“ var haldin í Stykkishólmi dagana 14.-20. janúar sl. Íbúar voru hvattir til að skella sér í ræktina og sækja fyrirlestra um heilsu, líkamlega og andlega. „Þetta gekk svakalega vel, alveg ótrúlega. Við erum mjög ánægðar og þakklátar fyrir hvað allir voru duglegir að taka þátt. Fólk var mjög duglegt að sækja alla viðburði og skólarnir duglegir að vera með. Það var eiginlega allt til fyrirmyndar,“ segir Steinunn Helgadóttir sem sá um vikuna ásamt Aþenu Eydísi Kolbeinsdóttur. Steinunn segir það jafnvel koma til greina að halda Heilsuvikuna aftur að ári. „Við eigum eftir að fara yfir hvað má betur fara, ef við höldum þetta aftur, hvort það sé eitthvað sem mætti bæta við eða taka út.

Upprunalega var ákveðið að fara rólega og hægt af stað og sjá hvernig það kæmi út. Jafnvel væri hægt að bjóða fleirum en Hólmurum að vera með á næsta ári,“ segir Steinunn.

Flestir viðburðir virðast hafa verið vel sóttir af íbúum Stykkishólms þrátt fyrir að einhverjir höfðu ekki tök á að mæta á allt sem heillaði. „Hádegisfyrirlestrarnir voru mjög vel sóttir, það kom okkur mest á óvart. Annars var fólk búið að tala um að þetta væri svo rólegur tími og því væri frábært að vera með svona framtak á þessum árstíma. Við mættum sjálfar á allt og lærðum mjög mikið á öllum þessum fyrirlestrum, en þeir voru ansi margir sem sögðu okkur að vinnan væri að trufla þátttöku. Fólk gat ekki mætt á allt sem það vildi,“ segir Steinunn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is