Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2013 02:05

Malbiksblæðingar einnig á Vesturlandi

Malbiksblæðing hefur einnig gert vart við sig í Dölum líkt og í Húnavatnssýslum. Að sögn Arnars Þórs Ólafssonar hjá Jóhann Á. Guðlaugssyni ehf., verktökum í Búðardal, hefur blæðinga orðið vart á veginum frá Búðardal að Haukadalsá í Dölum. Arnar sagði í samtali við Skessuhorn hafa unnið að hreinsun á veginum í morgun en hann sagði jafnframt að malbik hafi fest sig á bíla á leið um veginn síðustu daga. Síðan um helgina hafa tjörukögglar, ýmist lausir eða klesstir við veg, orðið mun algengari á þjóðveg eitt og á nærliggjandi vegum á Vesturlandi sökum malbiksblæðinga á þjóðvegi eitt á Norðurlandi vestra, mest sunnan Blönduóss. Samkvæmt tíðindunum úr Dölunum eru því fleiri vegir með bundnu slitlagi teknir að blæða með fyrrgreindum afleiðingum.

Talið er að bráðnunin sé af völdum svokallaðra vetrarblæðinga að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni um málið. Vegagerðin vinnur nú að því að kanna orsakir blæðinganna sem líklega koma til vegna samspils þýðu og frosts samhliða söltun og söndun þjóðvegarins vegna hálku. Ekki er útilokað að notkun nagladekkja eigi þarna einnig hlut að máli. Afleiðingar blæðinganna eru þær að bráðnað malbik hefur fest sig í gríðarlega miklu mæli við dekk stærri og smærri bíla sem hafa átt leið um þjóðvegin fyrir norðan. Bílstjórar hafa þurft að stoppa reglulega til að hreinsa dekk og bíla sína vegna þessa en hætt er við að aksturseiginleikar bíla breytist mikið ef of mikið af malbiki hleðst á þá.

Þá molnar malbik sjálfkrafa af bílunum á ferð og spýtast þannig tjörukögglar í allar áttir frá bifreiðum á ferð og sitja eftir á vegum og við þá. Vegagerðin hefur vegna þessa gefið út aðvörun til ökumanna og þeir beðnir um að gæta sérstaklega að kögglum á vegum og á bifreiðum sínum. Fundað verður um málið hjá Vegagerðinni í dag og er að vænta frekari upplýsinga um málið síðdegis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is