Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2013 12:01

Óttast ekki að bændur fái síðri þjónustu en áður

Um þessar mundir er að verða til nýtt fyrirtæki í ráðgjafarþjónustu við bændur í landinu. Það heitir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og varð til við sameiningu ráðgjafarþjónustu búnaðarsambandanna í landinu og ráðgjafarsviðs Bændasamtakanna. Framkvæmdastjóri þessa nýja fyrirtækis er Skagamaðurinn Karvel Lindberg Karvelsson sem undanfarið hefur verið landsráðunautur í svína- og alifuglarækt hjá Bændasamtökunum. Karvel sagði í samtali við Skessuhorn að starfsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins yrðu á fimmta tug á sjö til átta starfsstöðvum í landinu. Karvel hefur að undanförnu heimsótt þessar starfsstöðvar ásamt starfsmannastjóranum Berglindi Ósk Óðinsdóttur, þar sem meðal annars markmið og stefna með þessum breytingum hefur verið kynnt. Aðspurður segir Karvel að með þeim sé stefnt að því að bæta enn frekar og auka þjónustuna til bænda, stuðla að aukinni sérhæfingu hjá ráðunautum og samræma þjónustuna um allt land, þannig að aðgengi bænda að þjónustunni verði það sama og óháð búsetu.

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Karvel Lindberg Karvelsson framkvæmdastjóra Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is