Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2013 10:01

Hefur rekið blómabúð í tæpa tvo áratugi

María Gunnarsdóttir hefur rekið blóma- og gjafavöruverslunina Maríu í Grundarfirði í fjöldamörg ár ásamt eiginmanni sínum Árna Halldórssyni. „Ég hef unnið við verslun frá því ég byrjaði að vinna sem unglingur nema um tíma á meðan ég bjó úti í Grænhöfðaeyjum. Í Grundarfirði vann ég hjá Emil í matvörubúðinni og svo seinna hjá Huldu sem var með verslun í bænum. Árið 1994 stofnaði ég mína eigin verslun í bílskúrnum heima hjá mér og í enda ársins 1995 keypti ég lögreglustöðina gömlu. Þá var mikið gert grín að því að ég væri svarta María. Svo seldi ég það hús og kaupi húsið sem búðin er í núna. Upprunalega átti ég allt húsið og leigði út íbúðirnar uppi og stofnaði mína verslun á neðri hæðinni og þá notaðist ég við alla hæðina. Síðan þá hef ég minnkað og stækkað búðina til skiptis og breytt henni á ýmsa vegu, en alltaf haldið búðinni og skapað sjálfri mér atvinnu.“

„Fyrir ellefu árum bætti ég við mig Vínbúðinni og er búin að vera með hana frá því hún kom fyrst í Grundarfjörð. Ég get montað mig af því að árið 2010 var hún valin besta Vínbúðin á landinu,“ segir María.

 

Sjá nánar viðtal við Maríu Gunnarsdóttur í blómasala og athafnakonu í Grundarfirði í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is