Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2013 09:01

Mun bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Ólafsvík í sumar

„Ég fékk þessa hugmynd í fyrrasumar og hef verið að svipast um eftir bát síðan þá,“ segir Gísli Ólafsson hótelstjóri á Hótel Framnesi í Grundarfirði sem nýverið festi kaup á farþegabátnum Brimrúnu frá Sæferðum og hyggst nota við hvalaskoðanir. „Það er mikið auðveldara að selja hvalaskoðunarferðir heldur en hefðbundnar siglingar eins og við höfum verið með héðan frá Grundarfirði. Þessar siglingar höfum við kallað fjölskylduferðir og leggjum áherslu á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Stundum sjáum við hvali en það er ekkert öruggt í þeim efnum og við eltumst ekki endilega við þá. Staðreyndin er hins vegar sú að bæði ferðaskrifstofurnar og erlendu ferðamennirnir vilja fara í hvalaskoðanir. Undanfarið höfum við annað þeirri eftirspurn með því að fara í ferðir hér um fjörðinn og Kolgrafafjörð að skoða háhyrningana.“

„Við höfum farið í á annan tug ferða síðustu vikur og alltaf séð hvali. Vonandi náum við að halda áfram með þessar ferðir fram í miðjan aprílmánuð en í lok maí stefnum við á að byrja með hvalaskoðunarferðirnar frá Ólafsvík.“

 

Í samstarf við Sæferðir

Eins og áður sagði keypti Gísli Brimrúnu af Sæferðum í Stykkishólmi. Sæferðir og Hótel Framnes ætla í framhaldinu í samstarf og verður hægt að kaupa ferðir í hvalaskoðun hjá Gísla í gegnum Sæferðir og öfugt. „Þegar við Pétur hjá Sæferðum ræddum saman um kaupin á bátnum vorum við sammála um að við myndum báðir njóta góðs af frekara samstarfi. Við erum að bjóða upp á afar ólíkar ferðir og aukin samvinna styrkir Snæfellsnesið að mínu mati í því að verða ákveðinn segull í sjóferðum. Eyjasiglingarnar inni í Stykkishólmi eru náttúrlega einstakar og síðan erum við með sjóstöng og styttri siglingar frá Grundarfirði og núna hvalaskoðun frá Ólafsvík. Saman getum við boðið ferðamönnum upp á allt það sem Breiðafjörðurinn hefur upp á að bjóða,“ segir Gísli.

 

Hann segir ferðaþjónustufólk á svæðinu almennt taka vel í þessa nýjung. „Ég hef ekki trú á öðru en að samstarf okkar haldi áfram að vera gott og við komum afþreyingu hvors annars á framfæri við ferðamenn. Sveitarfélögin hér á Snæfellsnesi eru öll sjávarþorp ég furða mig oft á því hversu lítið er gert út á sjóinn í ferðaþjónustunni. Að mínu mati eigum við að gera meira af því. Þá finnst mér Íslendingar mega vera duglegri að koma í ferðir, sérstaklega þessar háhyrningaskoðanir sem við erum að bjóða upp á núna. Til dæmis væri tilvalið fyrir sumarbústaðagesti í nágrenninu að skella sér í ferð því við vitum ekki hversu lengi síldin og hvalurinn stoppa í firðinum að þessu sinni,“ sagði Gísli Ólafsson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is