Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2013 02:01

Júlíana, hátíð sögu og bóka haldin í Stykkishólmi

Gréta Sigurðardóttir hótelstjóri á Hótel Egilsen er einn af skipuleggjendum sögu- og bókahátíðar sem halda á í Stykkishólmi í byrjun mars. „Viðfangsefni hátíðarinnar er að kynna til leiks konuna sem höfund og sögupersónu í bókmenntum og tengja hana sem mest við Vesturland. Í framhaldi af því að Hótel Egilsen er sögu- og bókahótel fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert til að gera meira úr því þá fæddist þessi hugmynd að halda hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi. Vesturland er þrungið sögu eins og sést á því sem hefur verið skrifað, eins og t.d. Íslendingasögunum, svo er verið að leiða líkum að því að Vestlendingur hafi skrifað Njálu, þannig að sögunni hefur verið gerð góð skil á þessu svæði. Ég hugsaði að ég gæti varla gert þetta ein og talaði við konur sem ég treysti og hef mikið álit á. Í undirbúningshópnum eru ásamt mér, Þórunn Sigþórsdóttir, Dagbjört Höskuldsdóttir og Sigríður Erla Guðmundsdóttir. Allt er þetta sjálfboðavinna og var Þórunni falið að vera talsmaður hópsins,“ segir Gréta.

Heiðra minningu Júlíönu

Sögu- og bókahátíðin sem þær stöllur stefna á að verði haldin árlega er nefnd eftir konu sem var brautryðjandi á sínu sviði. „Hátíðin heitir Júlíana, hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi. Júlíana Jónsdóttir var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldrit á Íslandi, ljóðabókina „Stúlka“ sem kom út árið 1876. Hún var fædd í Borgarfirði, bjó síðan í Akureyjum á Breiðafirði, úr Akureyjum flytur hún hingað í Stykkishólm þar sem hún vann fyrir sér við ýmis störf m.a. sem „stuepige“ hjá Árna Thorlacius en hann styrkti hana við útgáfu bókarinnar. Við ætlum að heiðra minningu hennar fyrir þetta frábæra brautryðjandastarf. Það hefur nú verið á brattann að sækja fyrir konu á þessum tíma,“ segir Gréta.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is