Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2013 08:01

Hestatengd ferðaþjónusta í uppbyggingu að Staðarhúsum

Að Staðarhúsum í Borgarfirði er í uppbyggingu hótel með gistiaðstöðu fyrir allt að 14 gesti. Staðarhaldarar eru parið Linda Rún Pétursdóttir og Ásgeir Yngvi Ásgeirsson. Í samtali við Skessuhorn sagði Ásgeir að verið væri að byggja upp hestatengda ferðaþjónustu á staðnum og sé bygging gistiaðstöðu liður í þeirri uppbyggingu. Nýja hótelið mun bera nafnið Hótel Staðarhús. Það er mágur Ásgeirs, Guðmar Þór Pétursson og bandarísk samstarfskona hans Kathy Love, sem eiga Staðarhús og eru þau bakhjarlar verkefnisins. Guðmar hefur í nokkur ár rekið fyrirtækið America to Iceland sem hefur skipulagt hestaferðir fyrir Bandaríkjamenn á Íslandi. Ásgeir segir að fyrirtækið hafi hingað til þurft að leigja sér aðstöðu vegna hestaferðanna en með tilkomu aðstöðunnar í Staðarhúsum verði ferðum á vegum fyrirtækisins beint þangað. Auk þess að þjónusta hestamenn mun Hótel Staðarhús bjóða upp almenna gistingu fyrir ferðalanga.

 

 

Ásgeir sagði framkvæmdir miða vel áfram og er stefnt að því að þeim verði lokið í byrjun sumars en fyrstu gestir hótelsins eru væntanlegir um miðjan júní. Sjálfur er Ásgeir húsasmiður að mennt og stýrir framkvæmdum á staðnum. Hótelið sem er í byggingu að Staðarhúsum er að stofninum til einingar sem notaðar voru í vinnubúðum við álver Alcoa á Reyðarfirði meðan það var í byggingu. Ásgeir segir einingarnar henta vel, þetta séu timbureiningar og fylgi innanstokksmunir með þeim. Einingarnar verða loks klæddar með áli. Hann og Linda Rún munu sjá um rekstur hótelsins í samstarfi við Guðmar Þór. Frekari uppbygging er síðan á döfinni að Staðarhúsum m.a. bygging nýs hesthúss og þá hafa Ásgeir og Linda í hyggju að reisa sér íbúðarhús á staðnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is