Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2013 10:01

Bifreiðaþjónusta Harðar seld nýjum eigendum

Á sunnudaginn var Bifreiðaþjónusta Harðar í Borgarnesi seld til nýrra eigenda, feðganna Sigurðar Einarssonar frá Hellubæ í Hálsasveit og Davíðs Sigurðssonar í Miðgarði 2 í Stafholtstungum. Það eru börn Harðar Jóhannssonar sem selja fyrirtækið til feðganna en Hörður hafði rekið bifreiðaþjónustuna við góðan orðstír í Borgarnesi frá stofnun árið 1964 þangað til hann lést í október á liðnu ári. Bifreiðaþjónusta Harðar býður upp á almenna dekkjaþjónustu auk smurþjónustu en fyrirtækið er nú til húsa að Borgarbraut 55. Davíð mun sjá um daglegan rekstur bifreiðaþjónustunnar fyrir hönd þeirra feðga, en Lárus Jóhannsson, bróðir Harðar, mun áfram sinna smurþjónustu hjá fyrirtækinu sem endranær.

Að sögn Ríkharðs Mýrdal Harðarsonar, sem er elstur barna Harðar Jóhannssonar, þá eru systkinin afar sátt með söluna og að fyrirtækið sé komið í góðar hendur. Í samtali við Skessuhorn sagði Davíð að áfram verði kappkostast við að bjóða bíleigendum upp á góða og lipra þjónustu líkt og gert var meðan Hörður var við stjórnvölinn. Hann býst ekki við miklum breytingum á rekstrinum, alla vega ekki fyrst um sinn, en reiknaði þó með að efla sölu á smurolíuvörum. Fyrirtækið verði rekið áfram undir sama nafni en tíminn verði að leiða í ljósa hvort að nýtt nafn verði kynnt til leiks síðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is