Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2013 03:01

Söfnun Andrésar fyrir handreiðhjóli lokið

Borgfirðingurinn Andrés Ólafsson frá Gilsbakka í Hvítársíðu hefur náð að safna fyrir nýju handreiðhjóli á hjólastól sinn. Andrés hefur verið bundinn við stólinn eftir alvarlegt bílslys sem hann lenti í árið 2005 þar sem hann lamaðist fyrir neðan mitti. Um er að ræða búnað sem settur er framan á hjólastól og auðveldar til muna ferðir utandyra. Búnaðurinn er knúinn áfram með handafli og er smellt framan á stólinn. Andrés segir viðbótina kosta 610.000 kr. en hann brá á það ráð að ráðast í söfnun fyrir henni í lok síðasta árs. Margir settu sig í samband við hann í kjölfarið og létu fé af hendi rakna í söfnunina. Það var svo eftir umfjöllun Stöðvar 2 um söfnun Andrésar sem boltinn tók að rúlla og lauk henni svo á fyrstu dögum þessa árs.

Andrés var ekki búinn að panta handreiðhjólið þegar Skessuhorn náði tali af honum í gær en hann bjóst við að klára það mál á næstu dögum. Búnaðurinn kemur frá Þýskalandi og tekur nokkrar vikur að afgreiða pöntunina. Hann taldi líklegt að handreiðhjólið yrði komið í gagnið fyrir vorið og kvaðst hann hlakka mikið til að fara í hjólatúra í umhverfi Hvanneyrar þar sem hann býr. Andrés vildi að endingu koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem styrktu hann í söfnuninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is