Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2013 11:01

Jarðhitaleit haldið áfram í Hvalfjarðarsveit

Tilboða hefur verið aflað í borun 12-15 hitastigulshola í Hvalfjarðarsveit. Þau hafa ekki verið yfirfarin, en Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti, formaður starfshóps um hitaveituvæðingu Hvalfjarðarsveitar, býst við að boranir hefjist á næstu vikum. Fyrirtækin sem leitað var tilboða hjá eru Þórsverk, Vatnsborun - fyrirtæki Árna Kópssonar og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Áætlaður kostnaður við þessar tilraunaboranir er á bilinu 5-7 milljónir króna. Hitaveitufélag er starfandi í Hvalfjarðarsveit en á vegum þess var borað eftir heitu vatni á níunda áratugnum í landi Hrafnabjarga og lagnir frá þeirri holu ná um nærliggjandi svæði, að mestu um gamla Hvalfjarðarstrandarhrepp. Enn vantar heitt vatn til kyndingar á Innnesinu, frá félagsheimilinu Miðgarði suður fyrir Akrafjall inn að Grundartanga, sem og í efri byggð í Leirársveit ásamt Bjarkaráshverfinu. Þá vantar vatn til viðbótar til kyndingar Heiðarskóla.

Haukur Jóhannesson jarðfræðingur hefur unnið að rannsóknum og athugunum varðandi frekari jarðhitaleit í Hvalfjarðarsveit. Kynnti hann þær niðurstöður á fundi starfshópsins um hitaveituvæðinguna nýlega. Haraldur í Belgsholti segir að gert sé ráð fyrir að hitastigulsholurnar verði boraðar á tveimur til þremur stöðum, en eftir er að semja við landeigendur og samningar við verktaka verði ekki gerðir fyrir en þeirra samþykki liggi fyrir. Áætlað er að bora nokkrar holur á svæðinu skammt frá Hvalfjarðargöngum, í landi Grafar og Kúludalsár, en þar hefur áður verið borað og fengist svörun, sem og við gerð jarðganganna á sínum tíma. Þá er áætlað að bora nokkrar holur við Kambshól í Svínadal og einnig sunnan við Miðfellsmúla í landi Kalastaðakots, en jarðfræðingar telja að þangað liggi hugsanlega sprunga úr Svínadalnum.

 

Haraldur segir að svörun við borun ráði með fjölda hitastigulshola á hverjum stað og jafnvel verði bætt við þann fjölda sem óskað var eftir tilboðum í, enda liggi einingaverð fyrir. Að sögn Haraldar er augunum beint að þessum svæðum, frekar en jarðhitasvæðinu við Leirá, en þar sé efnasamsetning vatns þannig að beita þurfi varmaskiptum og talsverður aukakostnaður sé við nýtingu vatns á þannig svæðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is