Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2013 08:01

Nýr afturhluti á Magnús SH smíðaður á Akranesi

Nú stendur yfir hjá skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi smíði á nýjum afturhluta á netabátinn Magnús SH-205. Magnús er 142 tonna stálskip smíðað á Akureyri árið 1974 og er gerður út af Skarðsvík ehf. á Hellissandi, sem er í eigu feðganna Sigurðar Kristjánssonar fyrrverandi skipstjóra og Sigurðar V. Sigurðssonar skipstjóra á Magnúsi. Sigurður skipstjóri segir þessa breytingu lengi hafa staðið til en nú hafi verið ákveðið að láta verða af þessu. „Þetta er orðinn gamall bátur en með þessu eykst netapláss og öll vinnuaðstaða um borð verður mun betri. Báturinn lengist um einn metra og sjötíu sentimetra við þetta og verður auk þess jafnbreiður fyrir aftan brú og framan en skipt verður um skrokkinn aftan við brú. Þarna kemur líka hærra yfirbyggt pláss sem veitir meira skjól. Svo verður sett í hann krapavél til kælingar á fiski þannig að meðferð hráefnisins batnar.“

Sigurður segir Magnús SH mjög góðan bát og hann verði enn betri við þetta. „Við erum á netum allt árið og erum á þorskanetum núna en skötuselsnetum hálft árið. Það er góð veiði og við erum að rembast við að klára þorskanetavertíðina núna áður en báturinn fer í slipp en við eigum að mæta með hann í lok apríl. Við höfum alltaf farið með okkar báta í slipp á Akranesi og höldum því áfram enda eru úrvals fagmenn þar sem skila góðri vinnu,“ sagði Sigurður. Hann segir útgerðina hafa ágætis kvóta yfir að ráða þó að alltaf megi hann vera meiri því auðvelt sé að ná í fiskinn.

 

Þorgeir Jósefsson, framkvæmdastjóri Þ&E, segir afturhlutann á bátinn, sem í smíðum er, vera 4,20 metra langan. Hann verði tilbúinn til að fara á bátinn þegar Magnús verður tekinn upp í slipp um 20. apríl í vor. „Það eru þrír til fjórir menn að vinna við þetta núna meðan verið er að sjóða skrokkinn saman, en verða mun fleiri þegar kemur að frágangsvinnunni. Þessu á svo öllu að verða lokið í september í haust,“ sagði Þorgeir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is