Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2013 09:01

Fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf

„Það hefur verið hart sótt að mér undanfarna mánuði og hefur gagnrýni á störf mín og meint starfshæfni við skólaakstur ekki einvörðungu skaðað mig persónulega heldur ekki síður rekstur fyrirtækisins. Því ákvað ég, til að mæta gagnrýni sem á mig hefur verið dembt, að fara að eigin frumkvæði í sérstakt ökuhæfnispróf hjá Frumherja. Það gerði ég í síðustu viku og var útskrifaður án athugasemda eftir rúmlega tveggja tíma akstur á 56 manna hópferðabíl um götur og stræti Reykjavíkur og Mosfellssveitar í dumbungsveðri,“ segir Sæmundur Sigmundsson bílstjóri og eigandi samnefnds rútufyrirtækis í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. Sæmundur kveðst afar ósáttur við ávirðingar sem á hann hafa verið bornar, einkum af hálfu starfsmanna Grunnskólans í Borgarnesi, en frá því máli var ítarlega greint í Skessuhorni síðastliðið haust.

Sæmundur varð 78 ára 14. janúar síðastliðinn. Hann hefur starfað við hópferðaakstur óslitið í 59 ár, en á næsta ári verða sex áratugir liðnir frá því hann tók meirapróf ásamt stórum hópi annarra Borgnesinga. Sæmundur kveðst aðspurður hafa viljað sanna með óyggjandi hætti að hæfni hans til að aka hópferðabílum væri í lagi þótt árin væru orðin þetta mörg. „Mér hefur ítrekað verið gert að sýna fram á að ég standist sjónmælingar, sem eru hluta af því að mega aka hópferðabíl. Fólk yfir sjötugt þarf að gera slíkt á hverju ári og er það gott fyrirkomulag. Þær sjónmælingar hef ég staðist. Með því að taka sérstakt ökuhæfnispróf núna vildi ég gera tilraun til að leiðrétta þennan orðróm um að ég sé ekki hæfur til að aka börnum eða bara hverjum sem er. Umtalið sem af þessari skriflegu kvörtun starfsfólks skólans til sveitarstjórnar leiddi, og sagt var frá í Skessuhorni, er svo alvarlegt að það er búið að stórskaða minn rekstur. Ég vísa því alfarið á bug að ég sé óhæfur til að aka hópferðabílum og geng reyndar svo langt að kalla þetta einelti í minn garð. Hins vegar tek á mig einhverjar ásakanir um mannleg mistök við akstur. Mér hafa orðið á mistök, sem þó hafa aldrei leitt til stórslyss sem betur fer. Ég held hins vegar að enginn sé svo fullkominn að hann komist í gegnum lífið án þess að gera einhver mistök. Engu að síður fullvissa ég fólk um að daginn sem ég ekki verð lengur hæfur til að aka bíl, þá mun ég leggja inn ökuskírteinið og hætta akstri. Það þarf enginn að efast um það,“ segir Sæmundur. Hann bendir á að aldur hafi ekki allt að segja þegar hæfni manna til að aka bíl sé annars vegar. Jafnvel aki eldri menn betur en þeir sem yngri eru, enda yfirleitt með meiri reynslu í farteskinu. „Sjálfur hef ég haft marga eldri menn í vinnu og þekki því ágætlega hvernig þeir eru í samanburði við ýmsa þá sem yngri eru.“

 

Sæmundur segir að ávirðingar í hans garð hafi gengið mjög nærri honum persónulega. „Bæði á síðari árum og raunar alla tíð efast ég um að til sé sá maður sem á hlutfallslega færri óhöpp á ökuferlinum miðað við ekna kílómetra. Því skil ég ekki hvað fólki gengur til með þessum árásum. Ég mat það því þannig að ég hefði í raun ekki nema um tvo kosti að ræða. Annars vegar að láta undan þrýstingi sumra í þessu samfélagi og hætta akstri, eða hins vegar að halda honum áfram. Fyrst um sinn ætla ég að velja síðari kostinn og þess vegna fór ég í þetta ökupróf hjá Frumherja, til að sýna fram á að hæfni mín til aksturs er þannig að fólk á ekki að þurfa að efast um hana,“ segir Sæmundur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is