Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2013 03:02

Þjóðlagasveitin í Skotlandsferð

Á þriðjudaginn fór Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi til Skotlands í tónleikaferð, en þetta er í fjórða sinn sem sveitin fer í þessum tilgangi út fyrir landssteinana. „Þetta er eiginlega ferðin sem aldrei var farin,“ sagði Ragnar Skúlason stjórnandi sveitarinnar í samtali við Skessuhorn skömmu fyrir brottför. „Henni hefur verið frestað svo oft en nú erum við loksins að fara. Tónlistin sem við spilum í ferðinni verður meira og minna tónlist þessara landa, það er Íra og Skota. Ég á því alveg eins von á að heimamenn eigi eftir að taka vel undir með okkur.“ Ragnar segir afar erfitt að setja saman lagalista fyrir svona ferð því sveitin hafi tekið svo mörg skemmtileg og falleg lög í gegnum tíðina. „Við erum með fjórar söngkonur í hópnum og því höfum við til dæmis verið að taka mjög fallegar ballöður í bland við þjóðlagatónlistina. Við tökum lög eftir írsku hljómsveitina Chorrs, eitt lag með söngkonunni Adele og þá er eitt íslenskt lag á listanum en það er lagið Stingum af eftir Mugison. Lagalistinn er því afar fjölbreyttur og skemmtilegur þó hann byggi fyrst og fremst á írskum og skoskum þjóðlögum,“ segir Ragnar.

Eins og áður segir flaug sveitin til Skotlands í gær og mun verða fimm daga í ferðinni. Haldnir verða stórir tónleikar í einni elstu byggingu borgarinnar, Hamilton - Low Parks Museum, á morgun, en að auki verða haldnir nokkrir óformlegir tónleikar meðal annars á hótelinu þar sem hópurinn gistir og í verslunarmiðstöð í borginni.

 

Þjóðlagasveitin hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2000 og að sögn Ragnars hafa margar stelpur verið með frá upphafi þó nokkrir sterkir nýliðar hafi einnig bæst í hópinn. „Sveitin er fyrir löngu orðin eins og ein stór fjölskylda. Við höfum gert ótrúlega margt saman og þessar ferðir eiga stóran þátt í að þjappa hópnum enn betur saman. Ég vona bara að við munum halda áfram að vera bæjarfélaginu og skólanum til sóma með líflegri og fallegri tónlist,“ sagði Ragnar að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is