Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2013 01:01

Trúbadorakeppni á Hótel Hellissandi

Síðastliðið föstudagskvöld kepptu trúbadorar sín á milli á Hótel Hellissandi. Þetta var annað kvöldið í keppninni af þremur sem haldnar verða í vetur. „Það er einn sem kemst áfram úr hverri keppni og svo keppa þeir á úrslitakvöldi plús einn að auki sem dómnefndin velur,“ segir Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri Hótel Hellissands í samtali við Skessuhorn. Alls keppa níu trúbadorar í keppninni, einn úr Grundarfirði en hinir af heimaslóðum í Snæfellsbæ. „Við eigum alveg gríðarlega mikið af hæfileikaríku ungu fólki. Ég þurfti að fara með dómnefndina í áfallahjálp eftir keppnina á föstudagskvöldið því það komst bara einn áfram. Á föstudaginn kepptu þrjú sem eru 15, 16 og 19 ára gömul en þeir sem hafa unnið á þessum tveimur kvöldum eru 15 ára stúlka og 16 ára strákur; Ólög Gígja Hallgrímsdóttir og Aron Hannes Emilsson.“

„Næsta undanúrslitakvöld verður í lok febrúar eða í byrjun mars og svo ætlum að ljúka þessu um páskana. Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er haldin en þetta kom til sem hugmynd til að lífga upp á þessa jaðarmánuði þegar snjóar og kaldara er í veðri. Á föstudaginn voru hundrað manns að horfa á keppnina og það er alveg stórkostlegt hvað við eigum mikið af hæfileikaríku fólki,“ segir Jón. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is