Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2013 11:01

Rannsakar sveiflur í þorskstofninum

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir tók í desember síðastliðnum við formennsku Varar sjávarrannsóknasetursins við Breiðafjörð sem staðsett er í Ólafsvík. „Mér þykir mjög gaman að vinna hérna. Þetta er mjög fjölbreytt starf og gefur mér tækifæri til sinna því sem ég hef áhuga á. Almennt hef ég mikinn áhuga á náttúrunni og hef gaman af því að vinna á stað sem beitir sér fyrir heildstæðum rannsóknum á lífríki sjávar frekar en að vera allt of sérhæfð í einhverju einu,“ segir Guðbjörg.

Starfsmenn Varar eru núna sex talsins auk rannsóknanema. Styrkur úr fjárlögum er stærsti hluti tekna setursins en starfsemin byggir á rannsóknastyrkjum til einstakra verkefna.

„Auk mín eru þrjár konur sem vinna hérna bæði í skrifstofuhaldi og aðstoð á rannsóknarstofu. Síðan eru tveir rannsóknasérfræðingar, eða post doc, sem eru fyrst og fremst verkefnaráðnir. Við vonumst einnig til að geta fjölgað meistara- og doktorsnemum og er ég mjög jákvæð fyrir því að nemendur komi til okkar og vinni verkefni. Síðustu ár hafa rannsóknapeningar verið sérstaklega settir í sjávarrannsóknir eins og til dæmis í gegnum AVS rannsóknasjóðinn. Slíkir sjóðir gera rannsóknasetrum á landsbyggðinni kleyft að starfa,“ segir Guðbjörg.

 

Sjá nánar viðtal við Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur forstöðukonu Varar sjávarrannsóknarseturs í Ólafsvík í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is