Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2013 11:01

Rannsakar sveiflur í þorskstofninum

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir tók í desember síðastliðnum við formennsku Varar sjávarrannsóknasetursins við Breiðafjörð sem staðsett er í Ólafsvík. „Mér þykir mjög gaman að vinna hérna. Þetta er mjög fjölbreytt starf og gefur mér tækifæri til sinna því sem ég hef áhuga á. Almennt hef ég mikinn áhuga á náttúrunni og hef gaman af því að vinna á stað sem beitir sér fyrir heildstæðum rannsóknum á lífríki sjávar frekar en að vera allt of sérhæfð í einhverju einu,“ segir Guðbjörg.

Starfsmenn Varar eru núna sex talsins auk rannsóknanema. Styrkur úr fjárlögum er stærsti hluti tekna setursins en starfsemin byggir á rannsóknastyrkjum til einstakra verkefna.

„Auk mín eru þrjár konur sem vinna hérna bæði í skrifstofuhaldi og aðstoð á rannsóknarstofu. Síðan eru tveir rannsóknasérfræðingar, eða post doc, sem eru fyrst og fremst verkefnaráðnir. Við vonumst einnig til að geta fjölgað meistara- og doktorsnemum og er ég mjög jákvæð fyrir því að nemendur komi til okkar og vinni verkefni. Síðustu ár hafa rannsóknapeningar verið sérstaklega settir í sjávarrannsóknir eins og til dæmis í gegnum AVS rannsóknasjóðinn. Slíkir sjóðir gera rannsóknasetrum á landsbyggðinni kleyft að starfa,“ segir Guðbjörg.

 

Sjá nánar viðtal við Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur forstöðukonu Varar sjávarrannsóknarseturs í Ólafsvík í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is