Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2013 03:01

Úrbóta leitað á málþingi gegn þeirri miklu vá sem gróðureldar eru

Síðustu árin hafa landsmenn gert sér grein fyrir því að stórvá er fyrir dyrum, ekki einungis af völdum jarðskjálfta, hamfaraveðra eða snjóflóða, heldur einnig vegna gróðurelda. Líklega voru Mýraeldarnir vorið 2006 til að opna augu manna fyrir þessu, en þó ekki meira en svo að síðan hefur ósköp lítið gerst. Líklega er það réttasta lýsingin á þessu viðbragðaleysi sem Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð viðhafði á málþingi um gróðurelda sem haldið var í Hjálmakletti sl. fimmtudag. Bjarni sagði menn ennþá spólandi í sama farinu, einu úrbæturnar sem orðið hefðu vegna reynslunnar af Mýraeldum væru 200 lítra slökkvipoki sem keyptur hafði verið fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Bjarni var reyndar sjálfur upphafsmaður að málþinginu, kom þeirri uppástungu á framfæri við Halldór Halldórsson formann stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem stóð fyrir málþinginu í samvinnu við Mannvirkjastofnun.

Tifandi tímasprengja

Rauði þráðurinn í máli frammælenda, þar á meðal Bjarna Karlssonar forstjóra Mannvirkjastofnunar, var að margir samverkandi þættir seinni árin, svo sem breytt veðurfar, gróðurfar, breytingar í búskaparháttum og landsnotkun, hefðu haft þau áhrif að gróðureldar væru orðin stórkostleg vá. Aðvörunarbjöllurnar hefðu klingt rækilega síðustu árin, eins og tifandi tímasprengju. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri sagði það ekki spurningu hvort heldur hvenær stórkostlegt slys og hamfarir yrðu vegna gróðurelda á Íslandi. Bjarni sagði mikla reynslu hægt að draga af Mýraeldum, en hún samt ekki orðið sú opinbera hvatning sem tilefni hefði verið til. Bjarni sagði fulla ástæðu til að Íslendingar kynntu sér reynslu annarra þjóða gagnvart gróðureldum og yrði sér úti um þann búnað sem þar hefur reynst bestur. Allt kostaði þetta peninga og finna yrði tekjustofn til að standa undir því. Bjarni ræddi um nauðsyn þess að kveða skýrt um það í skipulagi sveitarfélaga, að brunahólf væru í skógræktar-, frístunda- og sumarbústaðasvæðum, með vatnsbólum og vatnstökusvæðum. Þá væri líka mjög mikilvægt að um þessi svæði lægju vegir með lágmarksburðarþoli. Víða væri það vandamál, að slíkir vegir væru byggðir á mokstri upp úr skurðum þar sem mold væri stráð í hjólfarið og burðurinn því enginn.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is