Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2013 04:01

Sýnir ógerðu verkin í Safnaskálanum á Akranesi

Í Safnaskálanum í Görðum á Akranesi verður laugardaginn 2. febrúar nk. opnuð myndlistarsýning Þórodds Bjarnasonar listamanns af Akranesi sem búið hefur í Garðabænum síðustu árin. Sýningin ber það óvenjulega nafn „Ógerðu verkin,“ enda samanstendur hún af teikningum og skissum af verkum sem aldrei hafa verið gerð, og eru unnar með penna, blýanti og vatnslitum á pappír. Einnig mun Þóroddur sýna myndband þar sem hann ræðir um hverja og eina þessara hugmynda og þannig lýsir hann og útskýrir hvað hann var að hugsa með hverju verki. Blaðamanni lék hugur á að vita aðeins meira um sýninguna og ekki síður að forvitnast um listamanninn. Í samtalinu við Þórodd kom í ljós að hann hefur komið víða við bæði í listinni, námi og störfum, en m.a. var hann eitt ár í myndlistarskóla í Japan.

Kennari úti á landi

Þóroddur er af 1970 árganginum á Akranesi, en nánast strax að loknu stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands hleypti hann heimdraganum. „Það var náttúrlega frábært að alast upp á Akranesi, fótbolti og leikir út í eitt með skólanáminu,“ segir Þóroddur. Hann segir að snemma hafi borið á listaáhuganum. „Ég hafði mjög gaman af því að teikna og mála sem barn og unglingur. Ellefu ára fór ég í tónlistarskólann og þegar kom í fjölbrautina innritaðist ég á tónlistarbraut og síðar á félagsfræðibraut einnig. Eftir stúdentsprófið ætlaði ég að hvíla mig í eitt ár á skólanum og var búinn að ráða mig í byggingarvinnu þá um veturinn. Þá sá ég auglýsta kennarastöðu við grunnskólann suður í Garði. Mér fannst ákveðin rómantík í því að vera kennari út á landi, svo ég sótti um stöðuna. Ég fékk hana og kenndi því í Garðinum einn vetur, bæði í grunnskólanum og tónlistarskólanum, sem var mjög skemmtileg reynsla. Jafnframt kennslunni sótti ég einkatíma í trompetleik í Reykjavík og kláraði síðar áttunda stigs próf í trompetleik. Veturinn á eftir fór ég svo í blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og var búinn að setja stefnuna á að verða tónlistarkennari. Ekki fannst mér þessi vettvangur eiga við mig, þannig að ég breytti því um stefnu. Haustið eftir var ég kominn í Myndlistar- og handíðaskólann þar sem ég var loksins kominn á heimavöll.“

 

Sjá viðtal við Þórodd Bjarnason listamann á Akranesi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is